Katrín svarar Björk: Ekki þörf á fleiri orðum heldur aðgerðum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. ágúst 2022 12:26 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir miður að Björk hafi orðið fyrir vonbrigðum. vísir/vilhelm Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að sér þyki leitt að Björk Guðmundsdóttir hafi orðið fyrir vonbrigðum með hana. Meiri þörf á aðgerðum en orðum í loftslagsmálum. Björk sagði í viðtali við The Guardian í morgun að Katrín hafi á ögurstundu svikið samkomulag sem hún á að hafa gert við Björk og sænska loftslagsaðgerðasinnann Gretu Thunberg um að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum. „Það er alveg rétt að Björk hvatti mig til þess að lýsa yfir neyðarástandi í skilaboðum sem hún sendi mér. Það var tekið til skoðunar og rætt á fundi ríkisstjórnar. Okkar niðurstaða var hins vegar að við vildum aðra nálgun, við vildum leggja áherslu á aðgerðir sem skila árangri,“ sagði Katrín að loknum ríkisstjórnarfundi um gagnrýni Bjarkar. Sagði Katrín að öllum mætti vera ljóst að loftslagsmálin væru að valda neyð víða í heiminum. Tími væri kominn á aðgerðir, fremur en orð. „Það er ekki þörf á fleiri orðum til að ítreka það heldur aðgerðum. Þess vegna vorum við til að mynda með fyrstu þjóða til að lögfesta kolefnisleysi. Við höfum verið að vinna samkvæmt mjög ítarlegri aðgerðaráætlun því að við viljum ná árangri í þesum málum,“ sagði Katrín. Henni þætti leitt að Björk hafi orðið fyrir vonbrigðum. „Já, það er leitt en ég held að þegar til lengri tíma er horft skipti mestu máli að við, Ísland, náum árangri í raunverulegum aðgerðum í að draga úr losun gróðurhúsategunda og ná kolefnishlutleysi“. Katrín vísaði því enn fremur á bug að hún hafi ekki gert neitt fyrir umhverfið, líkt og Björk sakaði hana um í umræddu viðtali. „Algjörlega og loftslagsmálin voru sannarlega til umræðu á þessum tíma, sem og endranær. Við vorum að ræða þau á þessum ríkisstjórnarfundi,“ sagði Katrín að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Horfa má á viðtalið við hana í heild sinni hér að ofan. Loftslagsmál Umhverfismál Björk Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Björk sakar Katrínu um svik á ögurstundu Söngkonan Björk Guðmundsdóttir segir að Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hafi á ögurstundu svikið samkomulag sem hún á að hafa gert við Björk og sænska loftslagsaðgerðasinnann Gretu Thunberg. Björk segir að Katrín hafi ekki gert neitt fyrir umhverfið. 19. ágúst 2022 09:43 Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Fleiri fréttir Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Sjá meira
Björk sagði í viðtali við The Guardian í morgun að Katrín hafi á ögurstundu svikið samkomulag sem hún á að hafa gert við Björk og sænska loftslagsaðgerðasinnann Gretu Thunberg um að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum. „Það er alveg rétt að Björk hvatti mig til þess að lýsa yfir neyðarástandi í skilaboðum sem hún sendi mér. Það var tekið til skoðunar og rætt á fundi ríkisstjórnar. Okkar niðurstaða var hins vegar að við vildum aðra nálgun, við vildum leggja áherslu á aðgerðir sem skila árangri,“ sagði Katrín að loknum ríkisstjórnarfundi um gagnrýni Bjarkar. Sagði Katrín að öllum mætti vera ljóst að loftslagsmálin væru að valda neyð víða í heiminum. Tími væri kominn á aðgerðir, fremur en orð. „Það er ekki þörf á fleiri orðum til að ítreka það heldur aðgerðum. Þess vegna vorum við til að mynda með fyrstu þjóða til að lögfesta kolefnisleysi. Við höfum verið að vinna samkvæmt mjög ítarlegri aðgerðaráætlun því að við viljum ná árangri í þesum málum,“ sagði Katrín. Henni þætti leitt að Björk hafi orðið fyrir vonbrigðum. „Já, það er leitt en ég held að þegar til lengri tíma er horft skipti mestu máli að við, Ísland, náum árangri í raunverulegum aðgerðum í að draga úr losun gróðurhúsategunda og ná kolefnishlutleysi“. Katrín vísaði því enn fremur á bug að hún hafi ekki gert neitt fyrir umhverfið, líkt og Björk sakaði hana um í umræddu viðtali. „Algjörlega og loftslagsmálin voru sannarlega til umræðu á þessum tíma, sem og endranær. Við vorum að ræða þau á þessum ríkisstjórnarfundi,“ sagði Katrín að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Horfa má á viðtalið við hana í heild sinni hér að ofan.
Loftslagsmál Umhverfismál Björk Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Björk sakar Katrínu um svik á ögurstundu Söngkonan Björk Guðmundsdóttir segir að Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hafi á ögurstundu svikið samkomulag sem hún á að hafa gert við Björk og sænska loftslagsaðgerðasinnann Gretu Thunberg. Björk segir að Katrín hafi ekki gert neitt fyrir umhverfið. 19. ágúst 2022 09:43 Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Fleiri fréttir Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Sjá meira
Björk sakar Katrínu um svik á ögurstundu Söngkonan Björk Guðmundsdóttir segir að Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hafi á ögurstundu svikið samkomulag sem hún á að hafa gert við Björk og sænska loftslagsaðgerðasinnann Gretu Thunberg. Björk segir að Katrín hafi ekki gert neitt fyrir umhverfið. 19. ágúst 2022 09:43