Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Sindri Sindrason les.
Sindri Sindrason les.

Mikill hiti er í leikskólamálum í borginni og vonast meirihlutinn til þess að nokkur hundruð börnum verði tryggð leikskólapláss í haust með bráðaaðgerðum sem voru kynntar í dag. Forsvarsmaður foreldra segir fyrirætlanirnar hins vegar óskýrar og sakar borgarstjórn um óheiðarleika. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum.

Til stendur að vinna efni úr heilu fjalli í Þrengslunum og flytja það úr landi frá Þorlákshöfn. Bæjarfulltrúi segir þungaflutninga sem fylgdu þessu vera þrisvar sinnum meiri en þá sem hefur verið fjallað um í tengslum við efnistöku á Mýrdalssandi.

Við rýnum einnig í tekjur stjórnenda lágvöruverðsverslana sem formaður Neytendasamtakanna segir himinháar og kíkjum á opnun nýrrar mathallar á Hafnartorgi.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Hlusta má á kvöldfréttirnar í spilaranum hér að ofan.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×