Innlent

Mynda­veisla: For­eldrar og börn bíða að­gerða í leik­skóla­málum

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Börn í ráðhúsinu að leika sér meðan borgarráðsfundur stendur yfir.
Börn í ráðhúsinu að leika sér meðan borgarráðsfundur stendur yfir. Vísir/Vilhelm

Fjöldi fólks hefur safnast saman í ráðhúsinu í Reykjavík þar sem borgarráðsfundur fer nú fram. Leikskólamálin eru í brennidepli á fundinum og reiknar meirihlutinn með að kynna tillögur sínar að bráðaaðgerðum í leikskólamálum að loknum fundi.

Ráðgert er að fundinum ljúki um hálf eitt og verði niðurstöðurnar þá kynntar. Tillögur meirihlutans að aðgerðum í leikskólamálum verða umræðuefni fundarins og þá hafa Sjálfstæðismenn farið fram á að þeirra tillögur til aðgerða verði einnig ræddar.

Meðal tillagna Sjálfstæðismanna er að komið verði á fót bakvarðasveit til að tryggja mönnun leikskólanna, þeir starfsmenn sem starfi á frístundaheimilum eftir hádegi verði boðin vinna á leikskólunum fyrir hádegi og að veita undanþágu fyrir rekstrarleyfi nýrra leikskóla þar sem húsnæðið er fullbúið þó lóðin sé ekki fullfrágengin.

Hér að neðan má sjá ljósmyndir úr ráðhúsinu í morgun. 

Foreldrar og börn spjalla við fulltrúa í borgarráði.Vísir/Vilhelm
Foreldrar hafa undanfarnar vikur ítrekað mikilvægi þess að börn þeirra fái pláss á leikskóla.Vísir/Vilhelm
Fjöldi foreldra barna, sem hafa ekki fengið inn á leikskóla í Reykjavík, er saman kominn í ráðhúsinu.Vísir/Vilhelm
Nóg er um að vera í ráðhúsinu og ljósmyndari Vísis vekur hér greinilega áhuga þessa barns.Vísir/Vilhelm

Tengdar fréttir

Hrifinn af tillögum Sjálfstæðismanna

Oddvita Framsóknarflokksins í Reykjavík líst vel á bráðatillögur Sjálfstæðismanna í leikskólamálum. Ekkert sé því til dæmis til fyrirstöðu að koma á fót bakvarðarsveit til að tryggja mönnun leikskólanna. Meirihlutinn kynnir eigin tillögur á morgun - sem að sumu leyti muni svipa til tillagna Sjálfstæðismanna.

Hver þorir að eignast barn í Reykja­vík?

Árið 1991 var mamma vinar míns að opna fyrirtæki þegar hún varð ólétt af honum. Hún gat leyft sér mánaðarfrí í kjölfar fæðingarinnar en síðan varð hún að taka barnið með í vinnuna þar til hann varð nógu gamall til að fara til dagforeldris. Börn byrjuðu þá yfirleitt ekki á leikskóla fyrr en um 2 ½ - 3 ára og einungis einstæðir foreldrar fengu leikskóladvöl í heilan dag. Fyrir foreldra í sambúð eða hjúskap bauðst bara hálfur dagur, sem segir sitt um þær væntingar sem gerðar voru til foreldra eða réttar sagt, mæðra.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.