Arnar um Akkilesarhælinn og Óskar Hrafn um léttari leið Víkinga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. ágúst 2022 11:30 Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, og Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga. S2 Sport Víkingur og Breiðablik duttu bæði út úr þriðju umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar og það vantaði aðeins upp á að fara enn lengra. Þjálfarar liðanna tveggja nefna einbeitingarleysi annars vegar og léttari leið Íslandsmeistaranna hins vegar. Gunnlaugur Jónsson hitti þjálfara liða Breiðabliks og Víkings í Bestu deild karla fyrir innbyrðis leik liðanna í vikunni og ræddi meðal annars við þá um hvað klikkaði hjá þeim í Evrópukeppninni en bæði lið duttu út í þriðju umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar. Gunnlaugur spurði þjálfarana hreint út hvað þeir og lið þeirra gerðu rangt í Evrópukeppninni. „Þetta er ég hef talað um oft áður það er þetta einbeitingarleysi í íslenskum fótbolta. Við náum ekki að halda einbeitingunni,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga. Okkur leið mjög vel þar „Við erum að tala um að ná upp á ákveðin stig í fótboltanum og okkur leið mjög vel á getustigi eitt sem var umspilið hérna á móti fínum liðum. Levadia var fínasta lið og við unnum það 6-1. Okkur leið mjög vel þar. Stig tvö var velska liðið sem er búið að vera standa sig hrikalega vel í Evrópukeppninni undanfarin ár. Okkur leið mjög vel þar,“ sagði Arnar. „Næsta getustig fyrir ofan, þá erum við að tala um Malmö og Lech Poznań en það má ekkert klikka í þessum leikjum. Við gerðum of mörg mistök varnarlega, fókusleysi og einbeitingarleysi sem hefur hefur verið Akkilesarhæll hjá íslenskum leikmönnum í áratugi,“ sagði Arnar. „Það er eitthvað sem við þurfum að laga og það er ekki endilega bara hausinn á mönnum. Það þarf líka að laga ‚fitness level' og svoleiðis því það er það fyrsta sem fer þegar þú ert ekki í nægilega góðu formi til að spila á þessu getustigi. Þá leyfir þú þér að láta fókusinn flakka í einhverja þvælu. Þetta er ekki bara að laga hausinn því þú þarft líka að bæta ýmsa aðra þætti,“ sagði Arnar. Klippa: Viðtal við Óskar Hrafn og Arnar: Hvað vantaði upp á í Evrópukeppninni í sumar? Meistararnir á Íslandi eiga raunhæfa möguleika „Ég held að leið þessara liða inn í riðlakeppni sé í gegnum það að verða meistari. Ef þú horfir bara á Víkingana. Ef að þeir hefðu verið aðeins heppnari með lið í fyrstu umferðinni þegar þeir fá Malmö sem er gríðarlega sterkt lið. Þeir hefðu getað slegið þá út og farið þá inn í aðra umferð,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks. „Hefðu þeir tapað þar þá hefðu þeir endað í Evrópudeildinni og verið öruggir með sæti í umspilinu og öruggir með sæti í umspili á móti mögulega viðráðanlegu liði. Lech Poznań lendir á móti Dudelange frá Lúxemborg. Klárlega viðráðanlegt lið,“ sagði Óskar Hrafn „Meistaraleið og almenna leiðin og almenna leiðin er miklu erfiðari. Það lið sem verður meistari á Íslandi, er heppið með drátt og er bara gott, það á raunhæfa möguleika á að komast í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar,“ sagði Óskar Hrafn. „Leiðin fyrir lið sem ætla að fara hina leiðina, fara leiðin sem við höfum farið síðustu tvö ár, hún er grýtt og torsótt,“ sagði Óskar Hrafn. Það má sjá hluta úr viðtölunum við þjálfarana hér fyrir ofan,. Víkingur Reykjavík Breiðablik Besta deild karla Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM Handbolti Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Handbolti Fleiri fréttir Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Í beinni: Lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjá meira
Gunnlaugur Jónsson hitti þjálfara liða Breiðabliks og Víkings í Bestu deild karla fyrir innbyrðis leik liðanna í vikunni og ræddi meðal annars við þá um hvað klikkaði hjá þeim í Evrópukeppninni en bæði lið duttu út í þriðju umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar. Gunnlaugur spurði þjálfarana hreint út hvað þeir og lið þeirra gerðu rangt í Evrópukeppninni. „Þetta er ég hef talað um oft áður það er þetta einbeitingarleysi í íslenskum fótbolta. Við náum ekki að halda einbeitingunni,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga. Okkur leið mjög vel þar „Við erum að tala um að ná upp á ákveðin stig í fótboltanum og okkur leið mjög vel á getustigi eitt sem var umspilið hérna á móti fínum liðum. Levadia var fínasta lið og við unnum það 6-1. Okkur leið mjög vel þar. Stig tvö var velska liðið sem er búið að vera standa sig hrikalega vel í Evrópukeppninni undanfarin ár. Okkur leið mjög vel þar,“ sagði Arnar. „Næsta getustig fyrir ofan, þá erum við að tala um Malmö og Lech Poznań en það má ekkert klikka í þessum leikjum. Við gerðum of mörg mistök varnarlega, fókusleysi og einbeitingarleysi sem hefur hefur verið Akkilesarhæll hjá íslenskum leikmönnum í áratugi,“ sagði Arnar. „Það er eitthvað sem við þurfum að laga og það er ekki endilega bara hausinn á mönnum. Það þarf líka að laga ‚fitness level' og svoleiðis því það er það fyrsta sem fer þegar þú ert ekki í nægilega góðu formi til að spila á þessu getustigi. Þá leyfir þú þér að láta fókusinn flakka í einhverja þvælu. Þetta er ekki bara að laga hausinn því þú þarft líka að bæta ýmsa aðra þætti,“ sagði Arnar. Klippa: Viðtal við Óskar Hrafn og Arnar: Hvað vantaði upp á í Evrópukeppninni í sumar? Meistararnir á Íslandi eiga raunhæfa möguleika „Ég held að leið þessara liða inn í riðlakeppni sé í gegnum það að verða meistari. Ef þú horfir bara á Víkingana. Ef að þeir hefðu verið aðeins heppnari með lið í fyrstu umferðinni þegar þeir fá Malmö sem er gríðarlega sterkt lið. Þeir hefðu getað slegið þá út og farið þá inn í aðra umferð,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks. „Hefðu þeir tapað þar þá hefðu þeir endað í Evrópudeildinni og verið öruggir með sæti í umspilinu og öruggir með sæti í umspili á móti mögulega viðráðanlegu liði. Lech Poznań lendir á móti Dudelange frá Lúxemborg. Klárlega viðráðanlegt lið,“ sagði Óskar Hrafn „Meistaraleið og almenna leiðin og almenna leiðin er miklu erfiðari. Það lið sem verður meistari á Íslandi, er heppið með drátt og er bara gott, það á raunhæfa möguleika á að komast í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar,“ sagði Óskar Hrafn. „Leiðin fyrir lið sem ætla að fara hina leiðina, fara leiðin sem við höfum farið síðustu tvö ár, hún er grýtt og torsótt,“ sagði Óskar Hrafn. Það má sjá hluta úr viðtölunum við þjálfarana hér fyrir ofan,.
Víkingur Reykjavík Breiðablik Besta deild karla Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM Handbolti Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Handbolti Fleiri fréttir Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Í beinni: Lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjá meira