Gunnar Smári segir Bjarna vilja Sósíalistaflokkinn feigan Jakob Bjarnar skrifar 16. ágúst 2022 14:35 Gunnar Smári Egilsson, einn leiðtogi Sósíalista, hefur brugðist hart við frétt Vísis þess efnis að Bjarni Benediktsson vilji draga úr styrkjum til stjórnmálaflokka. Bjarni segir að hann hafi tekið eftir því að tiltölulega nýstofnaðir flokkar hafa búið að tugmilljóna sjóðum. „Þá vekur einnig athygli hve ríflegur stuðningur er við stjórnmálaflokka sem engan fulltrúa fá kjörinn á Alþingi í kosningum,“ sagði Bjarni í svari við fyrirspurn Vísis. Í grein sem Gunnar Smári ritar og birtir á Vísi í tilefni fréttarinnar er ljóst að hann tekur sjónarmið Bjarna til sín og hefur til marks um að Bjarni vilji Sósíalistaflokkinn feigan. Hann kvarti þegar Sósíalistaflokkurinn fær styrk, „enda er það flokkur sem auðvaldinu, sem Bjarni þjónar og tilheyrir, stendur ógn af,“ segir Gunnar Smári í pistli sínum. Þær stjórnmálahreyfingar sem ekki ná manni inn á þing en ná hins vegar 2,5 prósentum eða meiru í Alþingiskosningum (Sósíalistaflokkurinn hlaut 4,1 prósent) njóta styrkja. Gunnar Smári segir þann styrk nýttan í að sinna grasrótarstarfi og efla lýðræðislegri umræðu – ekki til að fóðra sig. „Sósíalistar hafa lýst andstöðu við háa styrki til stjórnmálahreyfinga. Þær hafa leitt til klíkuvæðingar innan flokka, þar sem forysta er ekki háð grasrót flokkanna um fjárhagsstuðning. Áhrif þessa má sjá á mörgum flokkum, ég nefni Vg þar sem forystan hefur í raun umbreytt flokknum á fáeinum árum. Önnur dæmi eru flokkar sem eru varla með félaga og virðast ekki sækjast eftir félögum; svo sem Flokkur fólksins, Píratar og Viðreisn. En meðan stjórnmálahreyfingar eru styrktar á annað borð dregur það ekki úr skaðsemi styrkjanna að klippa burt smærri hreyfingar en halda áfram að styrkja þær stærri rausnarlega, heldur eykur það enn á skaðann,“ segir Gunnar Smári. Uppfært 17. ágúst kl. 10:50 Ath! Eftir að þessi frétt birtist hefur komið til harðra skoðanaskipta milli þeirra Bjarna Benediktssonar og Gunnar Smára Egilssonar. Bjarni henti á loft fyrirsögn fréttarinnar, „Gunnar Smári segir Bjarna vilja Sósíalistaflokkinn feigan“ en Gunnar Smári hefur í grein bent á að hann hafi aldrei haldið slíku fram. Blaðamaður fellst fúslega á að hann teygði sig of langt þegar hann reyndi að fleyga orð Gunnars Smára í fyrirsögn og biður hlutaðeigandi og lesendur velvirðingar á því. Það er hins vegar metið svo, á ritstjórn, að ekki sé rétt að breyta fyrirsögninni; á þeim forsendum að það kynni að auka flækjustig umræðunnar enn og að óþörfu. Alþingi Stjórnsýsla Sósíalistaflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Bjarni vill verja Sjálfstæðisflokkinn fyrir lýðræðinu Í svo til öllum löndum ESB og EES, sem eru líklega þau lönd sem við viljum bera okkur saman við, gilda þær reglur að flokkar með viðlíka fylgi og Sósíalistaflokkurinn sitja við sama borð og Sjálfstæðisflokkurinn þegar kemur að opinberum stuðningi við stjórnmálasamtök. 16. ágúst 2022 14:31 Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Fleiri fréttir Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Sjá meira
Bjarni segir að hann hafi tekið eftir því að tiltölulega nýstofnaðir flokkar hafa búið að tugmilljóna sjóðum. „Þá vekur einnig athygli hve ríflegur stuðningur er við stjórnmálaflokka sem engan fulltrúa fá kjörinn á Alþingi í kosningum,“ sagði Bjarni í svari við fyrirspurn Vísis. Í grein sem Gunnar Smári ritar og birtir á Vísi í tilefni fréttarinnar er ljóst að hann tekur sjónarmið Bjarna til sín og hefur til marks um að Bjarni vilji Sósíalistaflokkinn feigan. Hann kvarti þegar Sósíalistaflokkurinn fær styrk, „enda er það flokkur sem auðvaldinu, sem Bjarni þjónar og tilheyrir, stendur ógn af,“ segir Gunnar Smári í pistli sínum. Þær stjórnmálahreyfingar sem ekki ná manni inn á þing en ná hins vegar 2,5 prósentum eða meiru í Alþingiskosningum (Sósíalistaflokkurinn hlaut 4,1 prósent) njóta styrkja. Gunnar Smári segir þann styrk nýttan í að sinna grasrótarstarfi og efla lýðræðislegri umræðu – ekki til að fóðra sig. „Sósíalistar hafa lýst andstöðu við háa styrki til stjórnmálahreyfinga. Þær hafa leitt til klíkuvæðingar innan flokka, þar sem forysta er ekki háð grasrót flokkanna um fjárhagsstuðning. Áhrif þessa má sjá á mörgum flokkum, ég nefni Vg þar sem forystan hefur í raun umbreytt flokknum á fáeinum árum. Önnur dæmi eru flokkar sem eru varla með félaga og virðast ekki sækjast eftir félögum; svo sem Flokkur fólksins, Píratar og Viðreisn. En meðan stjórnmálahreyfingar eru styrktar á annað borð dregur það ekki úr skaðsemi styrkjanna að klippa burt smærri hreyfingar en halda áfram að styrkja þær stærri rausnarlega, heldur eykur það enn á skaðann,“ segir Gunnar Smári. Uppfært 17. ágúst kl. 10:50 Ath! Eftir að þessi frétt birtist hefur komið til harðra skoðanaskipta milli þeirra Bjarna Benediktssonar og Gunnar Smára Egilssonar. Bjarni henti á loft fyrirsögn fréttarinnar, „Gunnar Smári segir Bjarna vilja Sósíalistaflokkinn feigan“ en Gunnar Smári hefur í grein bent á að hann hafi aldrei haldið slíku fram. Blaðamaður fellst fúslega á að hann teygði sig of langt þegar hann reyndi að fleyga orð Gunnars Smára í fyrirsögn og biður hlutaðeigandi og lesendur velvirðingar á því. Það er hins vegar metið svo, á ritstjórn, að ekki sé rétt að breyta fyrirsögninni; á þeim forsendum að það kynni að auka flækjustig umræðunnar enn og að óþörfu.
Alþingi Stjórnsýsla Sósíalistaflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Bjarni vill verja Sjálfstæðisflokkinn fyrir lýðræðinu Í svo til öllum löndum ESB og EES, sem eru líklega þau lönd sem við viljum bera okkur saman við, gilda þær reglur að flokkar með viðlíka fylgi og Sósíalistaflokkurinn sitja við sama borð og Sjálfstæðisflokkurinn þegar kemur að opinberum stuðningi við stjórnmálasamtök. 16. ágúst 2022 14:31 Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Fleiri fréttir Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Sjá meira
Bjarni vill verja Sjálfstæðisflokkinn fyrir lýðræðinu Í svo til öllum löndum ESB og EES, sem eru líklega þau lönd sem við viljum bera okkur saman við, gilda þær reglur að flokkar með viðlíka fylgi og Sósíalistaflokkurinn sitja við sama borð og Sjálfstæðisflokkurinn þegar kemur að opinberum stuðningi við stjórnmálasamtök. 16. ágúst 2022 14:31