Innlent

Í á­fram­haldandi gæslu­varð­hald grunaður um brot gegn tveimur konum

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Myndin er frá verkefnum lögreglu að næturlagi í Reykjavík en tengist fréttinni ekki með beinum hætti.
Myndin er frá verkefnum lögreglu að næturlagi í Reykjavík en tengist fréttinni ekki með beinum hætti. Vísir/Kolbeinn Tumi

Karlmaður á fertugsaldri hefur verið úrskurðaður í fjögurra vikna áframhaldandi gæsluvarðhald en grunur er um að maðurinn hafi brotið á tveimur konum í aðskildum málum um verslunarmannahelgina.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði manninn í áframhaldandi gæsluvarðhald, til 13. september, á grundvelli almannahagsmuna í þágu rannsóknar lögreglunnar á alvarlegum kynferðis- og ofbeldisbrotum. 

Maðurinn var handtekinn í byrjun þessa mánaðar og úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald 4. ágúst síðastliðinn. Hann er eins og áður segir grunaður um að hafa brotið gegn tveimur konum í aðskildum málum á höfuðborgarsvæðinu um verslunarmannahelgina. Úrskurður héraðsdóms hefur þegar verið kærður til Landsréttar. 

Samkvæmt heimildum fréttastofu er maðurinn annars vegar grunaður um alvarlega líkamsárás og hins vegar grunaður um líkamsárás og kynferðisbrot. Konurnar eru á þrítugsaldri og tengsl eru á milli fólksins. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.