„Fátækt hefur áhrif á börn. Þau skammast sín og finna oft fyrir mikilli höfnun“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 15. ágúst 2022 19:00 Birna Kristín Sigurjónsdóttir sjálfboðaliði hjá samtökunum Pepp Arnar Halldórsson Einstæð móðir og sjálfboðaliði í samtökum um fátækt segir fólk kvíða hækkandi útgjöldum sem fylgja skólabyrjun. Hún leggur til að börnum verði útvegaðar skólatöskur. Vaxandi verðbólga bitni helst á þeim sem glíma við fátækt. Birna Kristín Sigurjónsdóttir er einstæð móðir og sjálfboðaliði í Pepp- samtökum fólks í fátækt. Hún segir sívaxandi verðbólgu hafa gríðarleg áhrif á afkomu þeirra sem þegar standa höllum fæti. Þá hafi inneignarkort hjá hjálparsamtökum eins og Hjálparstofnun kirkjunnar ekki hækkað í takt við verðbólgu sem nú mælist um tíu prósent. „Við sem erum að slást við fátækt erum rosalega þakklát fyrir alla þá hjálp sem við fáum en þessi inneignarkort duga skammt í dag vegna dýrtíðarinnar,“ segir Birna. Hún segir foreldra í slíkum sporum kvíða fyrir útgjöldum sem fylgja því þegar börnin þeirra byrja í skólanum. „Ég er einstæð móðir á örorku og finn fyrir rosalegum kvíða þegar kemur að skólanum. Ég var til dæmis í Hagkaup um daginn og dóttir mín benti á að hana langaði í skólatösku sem kostaði næstum tuttugu og sex þúsund krónur. Ég þurfti eins og svo oft áður að segja, „ekki núna kannski seinna“. Sem betur fer hef ég sterkt stuðningnet í kringum okkur en ég hitti daglega fólk sem er ekki með það. Ég get rétt ímyndað mér hvernig fólki í slíkri stöðu líður. Það að senda barnið sitt í skóla kostar mikil útgjöld, það þarf oft að kaupa skólatösku, fatnað og útifatnað. Þetta hefur rosalega kvíðavaldandi áhrif á marga foreldra sem glíma við fátækt,“ segir Birna. Of algengt að börn lendi í einelti vegna fátæktar Hún segir börn bera sig saman og því erfitt að geta ekki veitt barninu sínu það sem öðrum þykir sjálfsagt. „Fátækt hefur áhrif á börn. Þau skammast sín og finna oft fyrir mikilli höfnun. Ég veit líka um mörg börn sem hafa verið lögð í einelti út af fatnaði sem þau gengu í eða út af því hvernig skólatösku þau voru með,“ segir hún. Margir grunnskólar útvega nemum helstu nauðsynjar eins og bækur og skriffæri. Birna segir að skólarnir gætu komið enn betur á móts við þennan hóp. „Ég myndi vilja sjá t.d. að skólarnir útvegi skólatöskur. Þannig væri líka hægt að koma í veg fyrir samanburð milli krakkanna. Það þarf að grípa inn í og hjálpa foreldrum sem glíma við fátækt þannig að börnin þurfi ekki að finna svona sárt fyrir fjárhagsstöðu þeirra,“ segir Birna að lokum. Fjármál heimilisins Börn og uppeldi Grunnskólar Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Aðgerðir gegn verðbólgunni verri en verðbólgan sjálf Formaður Hagsmunasamtaka heimilanna segir aðgerðir stjórnvalda gegn verðbólgunni verri fyrir heimilin en verðbólgan sjálf. Grípa þurfi til róttækra aðgerða til þess að verja heimilin. 15. ágúst 2022 10:45 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Fleiri fréttir Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Sjá meira
Birna Kristín Sigurjónsdóttir er einstæð móðir og sjálfboðaliði í Pepp- samtökum fólks í fátækt. Hún segir sívaxandi verðbólgu hafa gríðarleg áhrif á afkomu þeirra sem þegar standa höllum fæti. Þá hafi inneignarkort hjá hjálparsamtökum eins og Hjálparstofnun kirkjunnar ekki hækkað í takt við verðbólgu sem nú mælist um tíu prósent. „Við sem erum að slást við fátækt erum rosalega þakklát fyrir alla þá hjálp sem við fáum en þessi inneignarkort duga skammt í dag vegna dýrtíðarinnar,“ segir Birna. Hún segir foreldra í slíkum sporum kvíða fyrir útgjöldum sem fylgja því þegar börnin þeirra byrja í skólanum. „Ég er einstæð móðir á örorku og finn fyrir rosalegum kvíða þegar kemur að skólanum. Ég var til dæmis í Hagkaup um daginn og dóttir mín benti á að hana langaði í skólatösku sem kostaði næstum tuttugu og sex þúsund krónur. Ég þurfti eins og svo oft áður að segja, „ekki núna kannski seinna“. Sem betur fer hef ég sterkt stuðningnet í kringum okkur en ég hitti daglega fólk sem er ekki með það. Ég get rétt ímyndað mér hvernig fólki í slíkri stöðu líður. Það að senda barnið sitt í skóla kostar mikil útgjöld, það þarf oft að kaupa skólatösku, fatnað og útifatnað. Þetta hefur rosalega kvíðavaldandi áhrif á marga foreldra sem glíma við fátækt,“ segir Birna. Of algengt að börn lendi í einelti vegna fátæktar Hún segir börn bera sig saman og því erfitt að geta ekki veitt barninu sínu það sem öðrum þykir sjálfsagt. „Fátækt hefur áhrif á börn. Þau skammast sín og finna oft fyrir mikilli höfnun. Ég veit líka um mörg börn sem hafa verið lögð í einelti út af fatnaði sem þau gengu í eða út af því hvernig skólatösku þau voru með,“ segir hún. Margir grunnskólar útvega nemum helstu nauðsynjar eins og bækur og skriffæri. Birna segir að skólarnir gætu komið enn betur á móts við þennan hóp. „Ég myndi vilja sjá t.d. að skólarnir útvegi skólatöskur. Þannig væri líka hægt að koma í veg fyrir samanburð milli krakkanna. Það þarf að grípa inn í og hjálpa foreldrum sem glíma við fátækt þannig að börnin þurfi ekki að finna svona sárt fyrir fjárhagsstöðu þeirra,“ segir Birna að lokum.
„Ég myndi vilja sjá t.d. að skólarnir útvegi skólatöskur. Þannig væri líka hægt að koma í veg fyrir samanburð milli krakkanna. Það þarf að grípa inn í og hjálpa foreldrum sem glíma við fátækt þannig að börnin þurfi ekki að finna svona sárt fyrir fjárhagsstöðu þeirra,“ segir Birna að lokum.
Fjármál heimilisins Börn og uppeldi Grunnskólar Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Aðgerðir gegn verðbólgunni verri en verðbólgan sjálf Formaður Hagsmunasamtaka heimilanna segir aðgerðir stjórnvalda gegn verðbólgunni verri fyrir heimilin en verðbólgan sjálf. Grípa þurfi til róttækra aðgerða til þess að verja heimilin. 15. ágúst 2022 10:45 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Fleiri fréttir Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Sjá meira
Aðgerðir gegn verðbólgunni verri en verðbólgan sjálf Formaður Hagsmunasamtaka heimilanna segir aðgerðir stjórnvalda gegn verðbólgunni verri fyrir heimilin en verðbólgan sjálf. Grípa þurfi til róttækra aðgerða til þess að verja heimilin. 15. ágúst 2022 10:45