Óskar þess að ró færist yfir verkalýðshreyfinguna fyrir gerð kjarasamninga Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. ágúst 2022 08:48 Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Vísir/Vilhelm Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins kallar eftir því að ríkið haldi sig til hlés þar til á lokametrum kjaraviðræðna í haust. Hann segist óska eftir því að ró færist yfir ASÍ áður en gengið verði að samningsborðinu. Þetta segir Halldór Benjamín í viðtali við Morgunblaðið í morgun. Þar segir hann að hann sé þeirrar skoðunar að ríkið eigi aðeins að koma að gerð kjarasamninga á lokametrunum með fáum og markvissum aðgerðum. Þær eigi að vera til þess gerðar að loka kjarasamningum á almennum vinnumarkaði. „Það getur ekki verið þannig að viðræður aðila á almennum vinnumarkaði geti ekki hafist vegna þess að ríkið sé að boða einhverjar aðgerðir og/eða vinnuhópa meðan kjarasamningaviðræður eiga að fara fram,“ segir Halldór í samtali við Morgunblaðið. Mikil átök hafa verið innan verkalýðshreyfingarinnar undanfarin misseri og segja má að þau hafi náð hámarki þegar Drífa Snædal sagði af sér embætti forseta Alþýðusambands Íslands í síðustu viku. Hún sagði við það tilefni ástæðu starfsloka sinna að hún treysti sér ekki til að vinna áfram innan sambandsins vegna blokkamyndunar og óbærilegra átaka sem dregið hefðu úr vinnugleði og baráttuanda. Halldór Benjamín segir í Morgunblaðinu í morgun að átökin styrki hvorki stöðu ASÍ í komandi kjaraviðræðum né viðsemjenda þeirra. „Það sem ég óska eftir er vinnufriður og að Alþýðusambandið geti náð saman um þau meginverkefni sem lúta að gerð kjarasamnings. Nú fer Alþýðusambandið ekki með samningsumboð fyrir sín aðildarfélög í kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins að þessu sinni. Hins vegar eru þau mikilvæg,“ segir Halldór og nefnir þar sérstaklega aðkomu ASÍ að þríhliða samtali við stjórnvöld sem hann telji að muni fara fram við lok samningsgerðar. Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður Tengdar fréttir Mikilvægt að taktur náist fyrir komandi kjarasamninga Formaður Bandalags háskólamanna segir mikilvægt að taktur náist innan Alþýðusambands Íslands fyrir komandi kjaraviðræður. Þær setji öðrum aðilum verkalýðshreyfingarinnar ramma. Náist sá taktur ekki gæti opinberi markaðurinn þurft að taka af skarið. 14. ágúst 2022 22:14 Fáir sigurvegarar í kjarasamningsviðræðum í óðaverðbólgu Átökin innan verkalýðshreyfingarinnar komu framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins ekki á óvart en hann segir það heldur ekki til hagsbóta fyrir samtökin að stjórn Alþýðusambandsins sé í lausu lofti. Ekki virðast samtökin líta svo á að mikið svigrúm sé fyrir launahækkanir í haust. 14. ágúst 2022 12:39 Auglýsingaherferðir og stórar hugmyndir fyrir kjaraviðræður Bæði atvinnurekendur og leiðtogar stéttarfélaga eru svartsýnir fyrir komandi kjaraviðræður í haust. Á meðan smá stéttarfélög íhuga að ganga ekki sameinuð að samningaborðinu hefur Félag atvinnurekenda stungið upp á því að forstjórar stórfyrirtækja lækki laun sín. 12. ágúst 2022 19:01 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Fleiri fréttir Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku Sjá meira
Þetta segir Halldór Benjamín í viðtali við Morgunblaðið í morgun. Þar segir hann að hann sé þeirrar skoðunar að ríkið eigi aðeins að koma að gerð kjarasamninga á lokametrunum með fáum og markvissum aðgerðum. Þær eigi að vera til þess gerðar að loka kjarasamningum á almennum vinnumarkaði. „Það getur ekki verið þannig að viðræður aðila á almennum vinnumarkaði geti ekki hafist vegna þess að ríkið sé að boða einhverjar aðgerðir og/eða vinnuhópa meðan kjarasamningaviðræður eiga að fara fram,“ segir Halldór í samtali við Morgunblaðið. Mikil átök hafa verið innan verkalýðshreyfingarinnar undanfarin misseri og segja má að þau hafi náð hámarki þegar Drífa Snædal sagði af sér embætti forseta Alþýðusambands Íslands í síðustu viku. Hún sagði við það tilefni ástæðu starfsloka sinna að hún treysti sér ekki til að vinna áfram innan sambandsins vegna blokkamyndunar og óbærilegra átaka sem dregið hefðu úr vinnugleði og baráttuanda. Halldór Benjamín segir í Morgunblaðinu í morgun að átökin styrki hvorki stöðu ASÍ í komandi kjaraviðræðum né viðsemjenda þeirra. „Það sem ég óska eftir er vinnufriður og að Alþýðusambandið geti náð saman um þau meginverkefni sem lúta að gerð kjarasamnings. Nú fer Alþýðusambandið ekki með samningsumboð fyrir sín aðildarfélög í kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins að þessu sinni. Hins vegar eru þau mikilvæg,“ segir Halldór og nefnir þar sérstaklega aðkomu ASÍ að þríhliða samtali við stjórnvöld sem hann telji að muni fara fram við lok samningsgerðar.
Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður Tengdar fréttir Mikilvægt að taktur náist fyrir komandi kjarasamninga Formaður Bandalags háskólamanna segir mikilvægt að taktur náist innan Alþýðusambands Íslands fyrir komandi kjaraviðræður. Þær setji öðrum aðilum verkalýðshreyfingarinnar ramma. Náist sá taktur ekki gæti opinberi markaðurinn þurft að taka af skarið. 14. ágúst 2022 22:14 Fáir sigurvegarar í kjarasamningsviðræðum í óðaverðbólgu Átökin innan verkalýðshreyfingarinnar komu framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins ekki á óvart en hann segir það heldur ekki til hagsbóta fyrir samtökin að stjórn Alþýðusambandsins sé í lausu lofti. Ekki virðast samtökin líta svo á að mikið svigrúm sé fyrir launahækkanir í haust. 14. ágúst 2022 12:39 Auglýsingaherferðir og stórar hugmyndir fyrir kjaraviðræður Bæði atvinnurekendur og leiðtogar stéttarfélaga eru svartsýnir fyrir komandi kjaraviðræður í haust. Á meðan smá stéttarfélög íhuga að ganga ekki sameinuð að samningaborðinu hefur Félag atvinnurekenda stungið upp á því að forstjórar stórfyrirtækja lækki laun sín. 12. ágúst 2022 19:01 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Fleiri fréttir Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku Sjá meira
Mikilvægt að taktur náist fyrir komandi kjarasamninga Formaður Bandalags háskólamanna segir mikilvægt að taktur náist innan Alþýðusambands Íslands fyrir komandi kjaraviðræður. Þær setji öðrum aðilum verkalýðshreyfingarinnar ramma. Náist sá taktur ekki gæti opinberi markaðurinn þurft að taka af skarið. 14. ágúst 2022 22:14
Fáir sigurvegarar í kjarasamningsviðræðum í óðaverðbólgu Átökin innan verkalýðshreyfingarinnar komu framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins ekki á óvart en hann segir það heldur ekki til hagsbóta fyrir samtökin að stjórn Alþýðusambandsins sé í lausu lofti. Ekki virðast samtökin líta svo á að mikið svigrúm sé fyrir launahækkanir í haust. 14. ágúst 2022 12:39
Auglýsingaherferðir og stórar hugmyndir fyrir kjaraviðræður Bæði atvinnurekendur og leiðtogar stéttarfélaga eru svartsýnir fyrir komandi kjaraviðræður í haust. Á meðan smá stéttarfélög íhuga að ganga ekki sameinuð að samningaborðinu hefur Félag atvinnurekenda stungið upp á því að forstjórar stórfyrirtækja lækki laun sín. 12. ágúst 2022 19:01