Lortur beið lögreglu eftir innbrot í Árbæ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. ágúst 2022 06:42 Nóg var um að vera hjá lögreglunni í nótt. Vísir/Vilhelm Nóg var um að vera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt. Lögreglan var til að mynda kölluð til vegna innbrots í fyrirtæki í Árbæ. Í stað þess að mæta innbrotsmanninum við komuna á vettvang tók lortur á gólfi fyrirtækisins á móti lögreglunni og innbrotsmaðurinn hvergi sjáanlegur. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Þar segir að 68 mál hafi verið skráð frá klukkan 17 í gærkvöldi til klukkan fimm í morgun. Nokkuð var um innbrot í fyrirtæki, þar á meaðl í hverfi 105 þar sem innbrotsmaður stal peningakassa en var handtekinn skömmu síðar og fluttur á lögreglustöð þar sem hann var vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknarinnar. Þá var tilkynnt um innbrot í verslun í hverfi 108 og reyndi innbrotsþjófurinn að hlaupa undan lögreglu, sem hljóp hann uppi. Sá var handtekinn og vistaður í fangaklefa. Tveir voru þá handteknir sem grunaðir eru um reiðhjólaþjófnað. Þeir voru látnir lausir að lokinni skýrslutöku. Tilkynnt var um umferðaslys á Grenimel í Vesturbæ. Ekki kemur fram hvort slysið hafi verið alvarlegt. Þá var tilkynnt um árekstur og afstungu við Smáralind. Þá var tilkynnt um umferðaslys í Kópavogi en engin slys urðu á fólki þó ökutæki hefðu skemmst. Tilkynnt var um annan árekstur og afstungu í Grafarvogi en ökumaðurinn sá að sér og viðurkenndi brotið skömmu síðar. Tveir ökumenn voru þá sektaðir við umferðareftirlit lögreglu á Stekkjarbakka vegna of hraðs aksturs. Skráningarmerki voru fjarlægð af öðru ökutækjanna vegna trygginga. Þá var ökumaður stöðvaður í Kópavogu en hann hafði aldrei öðlast ökuréttindi. Lagt var hald á falsað ökuskírteini sem hann framvísaði. Þá var einn stöðvaður sem reyndist sviptur ökuréttindum og hefur ítrekað verið kærður fyrir að keyra sviptur þeim. Sá var látinn laus að lokinni skýrslutöku. Einn var þá sektaður fyrir að aka á 110 km hraða þar sem hámarkshraði er 80. Þá var nokkuð um að vera hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. Það var kallað til vegna elds í ruslatunnu og vegna leka af þriðju hæð í fjölbýli. Íbúi þar hafði látið renna í bað og gleymt sér þannig að upp úr flæddi. Slökkviliðið mætti á staðinn og hreinsaði íbúðina. Einnig þurfti slökkviliðið að sinna gróðureldi við Rauðavatn sem tókst ágætlega að slökkva. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Þar segir að 68 mál hafi verið skráð frá klukkan 17 í gærkvöldi til klukkan fimm í morgun. Nokkuð var um innbrot í fyrirtæki, þar á meaðl í hverfi 105 þar sem innbrotsmaður stal peningakassa en var handtekinn skömmu síðar og fluttur á lögreglustöð þar sem hann var vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknarinnar. Þá var tilkynnt um innbrot í verslun í hverfi 108 og reyndi innbrotsþjófurinn að hlaupa undan lögreglu, sem hljóp hann uppi. Sá var handtekinn og vistaður í fangaklefa. Tveir voru þá handteknir sem grunaðir eru um reiðhjólaþjófnað. Þeir voru látnir lausir að lokinni skýrslutöku. Tilkynnt var um umferðaslys á Grenimel í Vesturbæ. Ekki kemur fram hvort slysið hafi verið alvarlegt. Þá var tilkynnt um árekstur og afstungu við Smáralind. Þá var tilkynnt um umferðaslys í Kópavogi en engin slys urðu á fólki þó ökutæki hefðu skemmst. Tilkynnt var um annan árekstur og afstungu í Grafarvogi en ökumaðurinn sá að sér og viðurkenndi brotið skömmu síðar. Tveir ökumenn voru þá sektaðir við umferðareftirlit lögreglu á Stekkjarbakka vegna of hraðs aksturs. Skráningarmerki voru fjarlægð af öðru ökutækjanna vegna trygginga. Þá var ökumaður stöðvaður í Kópavogu en hann hafði aldrei öðlast ökuréttindi. Lagt var hald á falsað ökuskírteini sem hann framvísaði. Þá var einn stöðvaður sem reyndist sviptur ökuréttindum og hefur ítrekað verið kærður fyrir að keyra sviptur þeim. Sá var látinn laus að lokinni skýrslutöku. Einn var þá sektaður fyrir að aka á 110 km hraða þar sem hámarkshraði er 80. Þá var nokkuð um að vera hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. Það var kallað til vegna elds í ruslatunnu og vegna leka af þriðju hæð í fjölbýli. Íbúi þar hafði látið renna í bað og gleymt sér þannig að upp úr flæddi. Slökkviliðið mætti á staðinn og hreinsaði íbúðina. Einnig þurfti slökkviliðið að sinna gróðureldi við Rauðavatn sem tókst ágætlega að slökkva.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira