Erlent

Myrtu níu ó­breytta borgara eftir á­flog í fangelsi

Bjarki Sigurðsson skrifar
Fangelsið í Ciudad Juárez þar sem allt byrjaði.
Fangelsið í Ciudad Juárez þar sem allt byrjaði. EPA/Luis Torres

Meðlimir mexíkóska eiturlyfjahringsins Los Mexicles myrtu níu óbreytta borgara í borginni Ciudad Juárez í dag. Þeir gengu berserksgang á götum borgarinnar eftir að tveir fangar voru drepnir í fangelsi borgarinnar.

Í gær urðu slagsmál í fangelsi borgarinnar milli meðlima eiturlyfjahringjanna Sinaloa og Los Mexicles. Slagsmálin enduðu með því að tveir voru skotnir til bana af fangavörðum og fjórir aðrir hlutu skotsár. Sextán fangar til viðbótar slösuðust í slagsmálunum.

Eftir að fregnir af þessu bárust til meðlima Los Mexicles sem ekki sitja í fanglesi fóru þeir um götur borgarinnar og myrtu óbreytta borgara til að hefna fyrir drápin í fangelsinu.

„Þetta voru ekki bara átök milli tveggja hópa, þetta komst á þann stað að þeir fóru að skjóta óbreytta borgara, saklaust fólk. Það er það óheppilegasta í þessu öllu saman,“ segir Ricardo Mejía, öryggismálaráðherra Mexíkó, í samtali við The Guardian.

Fjórir starfsmenn útvarpsstöðvarinnar MegaRadio sem voru í beinni útsendingu fyrir utan verslun í borginni voru drepnir af meðlimum Los Mexicles. Í öðrum hlutum borgarinnar var kveikt í verslunum og fleiri skemmdarverk gerð.

Tíu hafa verið handteknir vegna málsins en sex þeirra eru þekktir meðlimir Los Mexicles.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.