Minkur skýtur Hafnfirðingum skelk í bringu Jakob Bjarnar skrifar 12. ágúst 2022 14:02 Minkurinn skoppaði um bílakjallarann lengi vel og kynnti sér ástandið. skjáskot Íbúa nokkrum sem búsettur er á Norðurbakka í Hafnarfirði brá í brún þegar hann fór í bílakjallara sinn fyrir tæpri viku. Hann segir í samtali við Vísi að minkarnir séu farnir að sækja mikið inn í byggðina. Maðurinn náði myndskeiði af minknum sem skottast um kjallarann eins og ekkert sé sjálfsagðara og birti í Facebook-hópnum „Hafnarfjörður og Hafnfirðingar“. Þar eru viðbrögð þegar mikil og margir sem lýsa því að hafa séð mink í Hafnarfirði. Og nóg af honum. „Þeir lifa í klettunum um allt í Hafnarfirði,“ segir ein sem leggur orð í belg og hún telur vert að vara sérstaklega við kvikindinu: „Varið ykkur á að reyna ekki að taka hann - ef hann bítur, læsir hann kjálkanum og sleppir ekki svo auðveldlega“. Viðmælandi Vísis, sem tók myndskeiðið, segist ekki hafa séð mink áður í bílakjallaranum eða við húsið en hann hafi séð minka við gömlu Sundlaugina, segir þá koma úr hrauninu og niður í fjöru. Vísir setti sig í samband við umhverfis- og skipulagssvið Hafnarfjarðarbæjar og ræddi við Pétur Ragnarsson sem segir að þegar svona komi upp sé yfirleitt meindýraeyðir sendur á staðinn. Minkurinn komi reglulega í bæinn og þá með ströndinni að sunnan en einar stærstu uppeldisstöðvar minks á landinu séu á Vatnsleysuströnd. Pétur, sem sjálfur er minkaveiðimaður, segir að bærinn sé með á sínum snærum mann sem hafi leyfi til að veiða mink innan bæjarmarka. „Hann hjá Firringu sér um þetta fyrir okkur. Hann er með hunda og fer reglulega um og tekur mink.“ Pétur er ekki endilega viss um að heimsóknir minka hafi aukist í seinni tíð. „Þetta jókst þegar bæjarfélögin hættu að greiða fyrir skottin, menn voru með gildrur hjá Straumsvík. Þetta eru nokkrir minkar á ári sem eru teknir hérna. Stundum hefur minkur verið tekinn hér á Strandgötunni.“ Hafnarfjörður Dýr Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Maðurinn náði myndskeiði af minknum sem skottast um kjallarann eins og ekkert sé sjálfsagðara og birti í Facebook-hópnum „Hafnarfjörður og Hafnfirðingar“. Þar eru viðbrögð þegar mikil og margir sem lýsa því að hafa séð mink í Hafnarfirði. Og nóg af honum. „Þeir lifa í klettunum um allt í Hafnarfirði,“ segir ein sem leggur orð í belg og hún telur vert að vara sérstaklega við kvikindinu: „Varið ykkur á að reyna ekki að taka hann - ef hann bítur, læsir hann kjálkanum og sleppir ekki svo auðveldlega“. Viðmælandi Vísis, sem tók myndskeiðið, segist ekki hafa séð mink áður í bílakjallaranum eða við húsið en hann hafi séð minka við gömlu Sundlaugina, segir þá koma úr hrauninu og niður í fjöru. Vísir setti sig í samband við umhverfis- og skipulagssvið Hafnarfjarðarbæjar og ræddi við Pétur Ragnarsson sem segir að þegar svona komi upp sé yfirleitt meindýraeyðir sendur á staðinn. Minkurinn komi reglulega í bæinn og þá með ströndinni að sunnan en einar stærstu uppeldisstöðvar minks á landinu séu á Vatnsleysuströnd. Pétur, sem sjálfur er minkaveiðimaður, segir að bærinn sé með á sínum snærum mann sem hafi leyfi til að veiða mink innan bæjarmarka. „Hann hjá Firringu sér um þetta fyrir okkur. Hann er með hunda og fer reglulega um og tekur mink.“ Pétur er ekki endilega viss um að heimsóknir minka hafi aukist í seinni tíð. „Þetta jókst þegar bæjarfélögin hættu að greiða fyrir skottin, menn voru með gildrur hjá Straumsvík. Þetta eru nokkrir minkar á ári sem eru teknir hérna. Stundum hefur minkur verið tekinn hér á Strandgötunni.“
Hafnarfjörður Dýr Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira