Innlent

Mat­væla­stofnun og Fiski­stofa muni sinna eftir­liti um hval­veiðar

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Hvalbátur Hvals ehf við hvalveiðar í Hvalfirði.
Hvalbátur Hvals ehf við hvalveiðar í Hvalfirði. Vísir/Egill

Matvælaráðherra hefur sett reglugerð um eftirlit við hvalveiðar. Matvælastofnun er falið að hafa reglubundið eftirlit til að farið sé að lögum um velferð dýra við hvalveiðar og mun Fiskistofa sjá um framkvæmd eftirlitsins. Eftirlitið mun hefjast samstundis.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins.

Þar segir að Fiskistofa muni sjá um „eftirlitsferðir við veiðar, myndbandsupptökur veiðiaðferða og skráningu þeirra“ samkvæmt samstarfssamningi milli stofnananna tveggja.

Veiðieftirlitsmenn muni verða um borð í veiðiferðum og öllum gögnum verði komið til eftirlitsdýralæknis í lok hverrar athugunar. Þá hafi Fiskistofa einnig eftirlit með því að „þau skilyrði sem fram koma í veiðileyfi varðandi veiðibúnað og veiðar séu uppfyllt.“

„Það er fagnaðarefni að þessar lykilstofnanir skuli vera í samstarfi um eftirlitið. Þar er sérfræðiþekkinguna að finna og gögnin sem safnast munu geta skorið úr um það hvort að framkvæmd hvalveiða sé lögum samkvæmt“ sagði Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, um reglugerðina.

Þá segir í lok tilkynningarinnar að reglugerðin taki þegar gildi og að eftirlitið muni hefjast samstundis.


Tengdar fréttir

Hvalur segir enga lagastoð fyrir reglugerð Svandísar

Hvalur hf. telur ljóst að fyrirhuguð reglugerðarbreyting Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra, sem skyldar áhafnir að tilnefna dýravelferðarfulltrúa til að hafa eftirlit með hvalveiðum, skorti lagastoð og rúmist ekki innan meðalhófsreglu stjórnsýslulaga. Þetta kemur fram í umsögn hvalveiðifélagsins.

Krefjast þess að hvalveiðar verði bannaðar með mótmælum á Austurvelli

Fern íslensk og erlend dýraverndarsamtök krefjast þess að hvalveiðar verði með öllu bannaðar á Íslandi á mótmælum sem boðað hefur verið til á Austurvelli í dag. Formaður einna samtakanna er ekki bjartsýnn á að boðaðar reglugerðarbreytingar matvælaráðherra í dýraverndarátt muni breyta nokkru.

Öll hval­veiði­skip verði að taka með sér dýra­vel­ferðar­full­trúa á veiðar

Svan­dís Svavars­dóttir mat­væla­ráð­herra hefur lagt fram drög að breytingu á reglu­gerð um hval­veiðar þar sem lagt er til að fram­vegis verði á­vallt að vera dýra­vel­ferðar­full­trúi um borð á hval­veiði­túrum til að ganga úr skugga um að hvalir séu af­lífaðir á sem skjótastan og sárs­auka­minnstan hátt.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.