Innlent

Uppvís að gripdeild og reyndi að skalla lögreglumann

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Ýmislegt kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í dag.
Ýmislegt kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í dag. vísir/ólafur

Maður var handtekinn í gær eftir að hafa reynt að skalla lögreglumann sem hafði afskipi af honum vegna gripdeildar. 

Þetta er á meðal þess sem kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en þar segir að tilkynnt hafi verið um tvo aðila í annarlegu ástandi sem tóku hluti ófrjálsri hendi í verslun í miðborginni. Annar þeirra fór ekki eftir fyrirmælum lögreglu og reyndi að skalla lögreglumann. Sá var handtekinn og vistaður í fangageymslu.

Þá er einnig sagt frá aðila í annarlegu ástandi sem gerði aðsúg aðfólki og veittist svo að lögreglumanni þegar honum bar að garði. Var maðurinn vistaður í fangageymslu vegna málsins.

Þá fékk lögregla einnig tilkynningu um laus hross á því svæði sem telur Gravarvog, Árbæ og Mosfellsbæ en ekki fylgir sögunni hvað varð um hestana.

Enginn slasaðist þegar ekið var á ljósastaur á sama svæði. Loks var aðili fluttur með sjúkrabifreið sem hafði slasast lítillega á mótorkrosshjóli. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×