Innlent

Tölu­verð upp­bygging á Kjalar­nesi í kortunum

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Tillaga að útliti húsa sem byggja á í hverfinu.
Tillaga að útliti húsa sem byggja á í hverfinu. Reykjavíkurborg

Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgarð hefur samþykkt að auglýsa breytingu á deiliskipulagi Grundarhverfis á Kjalarnesi í Reykjavík. Heimild er fyrir 81 íbúð á 11 lóðum.

Borgarráð á eftir að staðfesta tillöguna en í henni er gert ráð fyrir að byggð verði tveggja til þriggja hæða fjölbýlishús auk tveggja hæða par- og raðhús.

Meðalstærð íbúða verður um hundrað fermetrar. Tillagan felur í sér að þremur atvinnulóðum verður breytt í íbúðalóðir og land Jörfa skipulagt.

Umrætt svæði er innan rauðu kassalínunnar.Mynd/Reykjavíkurborg

Svæðið sem nú er til umfjöllunar er sunnan Brautarholtsvegar. Aðkoma að lóðum er frá Brautarholtsvegi og eru bílastæði á sérlóðum ofanjarðar. Gert er ráð fyrir að börn í hverfinu gangi í Klébergsskóla og leikskólann Berg.

Mögulegt verður að stækka hverfið síðar með 2. og 3. áfanga þegar búið verður að flytja Brautarholtsveg.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.