Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.

Átök á vinnumarkaði, eldgos í Meradölum og leikskólamál í Reykjavík verða efst á baugi í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag.

Drífa Snædal hefur ákveðið að segja af sér sem forseti Alþýðusambands Íslands. Hún segist þakklát fyrir stuðning innan sambandsins og í samfélaginu en samskipti við ýmsa kjörna fulltrúa innan sambandsins og sú blokkamyndun sem þar hefur átt sér stað geri henni ókleift að starfa áfram sem forseti ASÍ.

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið að opna aftur fyrir aðgengi að gosinu í Meradölum. Við fjöllum um landbreytingar á svæðinu.

Efnt hefur verið til mótmæla í ráðhúsi Reykjavíkur á morgun vegna bágrar stöðu leikskólamála í borginni.

Þetta og ýmslegt fleira í hádegisfréttum á  Bylgjunni kl. 12.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×