Gosstöðvar að öllum líkindum opnaðar aftur þrátt fyrir vonskuveður Ólafur Björn Sverrisson skrifar 9. ágúst 2022 07:11 Björgunarsveit á vettvangi. Vísir/Vilhelm Gönguleiðir að gosstöðvunum verða opnaðar aftur klukkan tíu að öllu óbreyttu. Það verður þó mjög blautt og mælt með því að bíða með ferðir fram yfir hádegi, að minnsta kosti. Gosórói helst óbreyttur. Í tilkynningu frá Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra í gær, mánudag, þar sem tilkynnt var um lokun gösstöðvanna kom einnig fram að opnað yrði fyrir aðgengi klukkan 10 í dag, þriðjudag. Að öllu óbreyttu verður því hægt að ganga að gosinu í dag eftir klukkan 10. Óli Þór Árnason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands telur líklegt að opnað þau áform gangi eftir, þrátt fyrir vonskuveður. Þungbúið veður áfram „Það er enn strekkingsvindur þarna og gríðarlega mikil rigning, það á töluvert eftir að rigna næstu tvo til þrjá tímana en svo ganga skilin yfir og við tekur töluvert skárra veður. Ég er nú hræddur um að það verði frekar lágskýjað og þungbúið áfram,“ segir Óli Þór í samtali við fréttastofu. Hann segir því viðbúið að það verði áfram þokuslæða upp úr klukkan 10 á svæðinu þó mesta vonskuveðrið muni vera búið að ganga yfir þá. Hann mælist því til þess að göngufólk bíði með ferðir þangað til eftir hádegi í dag. „Það verður alveg svaðblautt þarna, vegna þess að loftið er svo mettað. Það sest enginn niður án þess að blotna, þannig ef fólk var hvatt til að fara vel búið áður, þá þarf það að fara extra vel búið núna.“ Enn óbreytt staða á gosinu Einar Hjörleifsson, Náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir stöðu gossins óbreytta. „Við höfum ekki séð neinn óróa lækka, en það er stöðugur eldgosórói. Við sjáum að vísu ekkert á vefmyndvélum sem stendur vegna veðurs. En við vöktum óróann og ef það sést skyndilegt fall í óróanum þá, allavega í fyrra gosi, bendir það til þess að nýjar sprungur séu að opnast. Við höfum ekki séð svoleiðis merki í nótt.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Fleiri fréttir Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Sjá meira
Í tilkynningu frá Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra í gær, mánudag, þar sem tilkynnt var um lokun gösstöðvanna kom einnig fram að opnað yrði fyrir aðgengi klukkan 10 í dag, þriðjudag. Að öllu óbreyttu verður því hægt að ganga að gosinu í dag eftir klukkan 10. Óli Þór Árnason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands telur líklegt að opnað þau áform gangi eftir, þrátt fyrir vonskuveður. Þungbúið veður áfram „Það er enn strekkingsvindur þarna og gríðarlega mikil rigning, það á töluvert eftir að rigna næstu tvo til þrjá tímana en svo ganga skilin yfir og við tekur töluvert skárra veður. Ég er nú hræddur um að það verði frekar lágskýjað og þungbúið áfram,“ segir Óli Þór í samtali við fréttastofu. Hann segir því viðbúið að það verði áfram þokuslæða upp úr klukkan 10 á svæðinu þó mesta vonskuveðrið muni vera búið að ganga yfir þá. Hann mælist því til þess að göngufólk bíði með ferðir þangað til eftir hádegi í dag. „Það verður alveg svaðblautt þarna, vegna þess að loftið er svo mettað. Það sest enginn niður án þess að blotna, þannig ef fólk var hvatt til að fara vel búið áður, þá þarf það að fara extra vel búið núna.“ Enn óbreytt staða á gosinu Einar Hjörleifsson, Náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir stöðu gossins óbreytta. „Við höfum ekki séð neinn óróa lækka, en það er stöðugur eldgosórói. Við sjáum að vísu ekkert á vefmyndvélum sem stendur vegna veðurs. En við vöktum óróann og ef það sést skyndilegt fall í óróanum þá, allavega í fyrra gosi, bendir það til þess að nýjar sprungur séu að opnast. Við höfum ekki séð svoleiðis merki í nótt.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Fleiri fréttir Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Sjá meira