Gígar farnir að byggjast upp í Meradölum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. ágúst 2022 20:50 Hraun spýtist upp úr hraunhafinu í Meradölum. Vísir/Vilhelm Við upphaf eldgossins í Meradölum opnaðist ein löng sprunga sem hraun vall upp úr. Nú virðist sem sprungan sé farin að skiljast að og gígar farnir að byggjast upp líkt og í eldgosinu í fyrra. Sérfræðingur segir gosið svipað því sem var í Geldingadölum í fyrra. Kristín Jónsdóttir, náttúruvársérfræðingur, sagði í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 að vísar að gígum væru farnir að myndast, sambærilegir þeim sem voru í síðasta gosi. Kristín segir að núverandi gos sé áþekkt því sem var í fyrra.Vísir/Vilhelm „Þetta er eitt af því sem gerist í þessum sprungugosum. Fyrst myndast ein sprunga sem gýs og það myndast eldveggur og svo þegar líður á gosið fer kvikan að, opin fara að þrengjast og við förum að sjá einstaka gígop og á þeim hlaðast upp gígar,“ sagði Kristín. Gosið svipað því sem var í fyrra Hugsanlegt sé að fleiri op opnist en þá yrði það líklega á sömu línu og sé virk núna. Þá segir Kristín að gosið sé mjög svipað því sem var í Geldingadölum í fyrra. „Hraunflæðið virðist vera áþekkt, kannski heldur meira. Nýjustu mælingar frá Háskóla Íslands sýna að hraunflæðið er sautján rúmmetrar á sekúndu og þetta var að rokka frá fimm upp í tuttugu eftir mælingum síðast þannig að við erum innan þessara marka,“ sagði Kristín. Hraunflæði eldgossins í Meradölum séð ofan frá.Vísir/Vilhelm Vísindamenn séu að skoða sprungurnar og kortleggja gosið Sprungur mynduðust og grjót féll víða úr hlíðum á Reykjanesskaga í jarðskjálftahrinunni sem reið yfir áður en gosið hófst. Þá barst fjöldi tilkynninga um tjón frá Grindavík eftir hrinuna. „Þetta voru það margir skjálftar, þetta eru um tuttugu skjálftar sem eru yfir fjórir að stærð og upp í 5,4. Þannig að þetta eru margir staðir sem þarf að skoða en vísindafólk, bæði hér á veðurstofunni og í Háskóla Íslands, er að skoða þessar sprungur og kortleggja þetta allt saman,“ sagði Kristín í samtali við fréttastofu. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Hraunflæði virðist stöðugt Engar breytingar hafa orðið á hraunflæði í gosinu í Meradölum síðan í gær að sögn náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Þegar hraunflæði var mælt í gær hafði það minnkað um nær helming frá fyrstu mælingu í fyrradag. Til stendur að fljúga yfir gosstöðvarnar á ný í dag og mæla flæði. 5. ágúst 2022 06:42 Þróun eldgossins komi ekki á óvart Töluvert hefur dregið úr hraunflæðinu úr eldstöðvunum í Meradölum frá því í gær og mældist meðalrennsli frá klukkan 17 í gær fram til 11 í morgun 18 rúmmetrar á sekúndu. Til samanburðar var meðalrennsli 32 rúmmetrar á sekúndu fyrstu þrjá tímana eftir að gosið hófst í gær. Á sama tíma hefur sprungan styst úr 300 metrum í um það bil 100 metra. 4. ágúst 2022 18:33 Kraftur gossins sé sá sami en á minna svæði Nýjustu tölur hraunrennslis vegna eldgossins í Meradölum eru ekki komnar til Veðurstofunnar en þær fást eftir mælingar vísindaflugsins í hádeginu. Náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni segir sprunguna hafa minnkað en kraftinn vera þann sama á minna svæði. 4. ágúst 2022 12:35 Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Fleiri fréttir Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Sjá meira
Kristín Jónsdóttir, náttúruvársérfræðingur, sagði í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 að vísar að gígum væru farnir að myndast, sambærilegir þeim sem voru í síðasta gosi. Kristín segir að núverandi gos sé áþekkt því sem var í fyrra.Vísir/Vilhelm „Þetta er eitt af því sem gerist í þessum sprungugosum. Fyrst myndast ein sprunga sem gýs og það myndast eldveggur og svo þegar líður á gosið fer kvikan að, opin fara að þrengjast og við förum að sjá einstaka gígop og á þeim hlaðast upp gígar,“ sagði Kristín. Gosið svipað því sem var í fyrra Hugsanlegt sé að fleiri op opnist en þá yrði það líklega á sömu línu og sé virk núna. Þá segir Kristín að gosið sé mjög svipað því sem var í Geldingadölum í fyrra. „Hraunflæðið virðist vera áþekkt, kannski heldur meira. Nýjustu mælingar frá Háskóla Íslands sýna að hraunflæðið er sautján rúmmetrar á sekúndu og þetta var að rokka frá fimm upp í tuttugu eftir mælingum síðast þannig að við erum innan þessara marka,“ sagði Kristín. Hraunflæði eldgossins í Meradölum séð ofan frá.Vísir/Vilhelm Vísindamenn séu að skoða sprungurnar og kortleggja gosið Sprungur mynduðust og grjót féll víða úr hlíðum á Reykjanesskaga í jarðskjálftahrinunni sem reið yfir áður en gosið hófst. Þá barst fjöldi tilkynninga um tjón frá Grindavík eftir hrinuna. „Þetta voru það margir skjálftar, þetta eru um tuttugu skjálftar sem eru yfir fjórir að stærð og upp í 5,4. Þannig að þetta eru margir staðir sem þarf að skoða en vísindafólk, bæði hér á veðurstofunni og í Háskóla Íslands, er að skoða þessar sprungur og kortleggja þetta allt saman,“ sagði Kristín í samtali við fréttastofu.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Hraunflæði virðist stöðugt Engar breytingar hafa orðið á hraunflæði í gosinu í Meradölum síðan í gær að sögn náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Þegar hraunflæði var mælt í gær hafði það minnkað um nær helming frá fyrstu mælingu í fyrradag. Til stendur að fljúga yfir gosstöðvarnar á ný í dag og mæla flæði. 5. ágúst 2022 06:42 Þróun eldgossins komi ekki á óvart Töluvert hefur dregið úr hraunflæðinu úr eldstöðvunum í Meradölum frá því í gær og mældist meðalrennsli frá klukkan 17 í gær fram til 11 í morgun 18 rúmmetrar á sekúndu. Til samanburðar var meðalrennsli 32 rúmmetrar á sekúndu fyrstu þrjá tímana eftir að gosið hófst í gær. Á sama tíma hefur sprungan styst úr 300 metrum í um það bil 100 metra. 4. ágúst 2022 18:33 Kraftur gossins sé sá sami en á minna svæði Nýjustu tölur hraunrennslis vegna eldgossins í Meradölum eru ekki komnar til Veðurstofunnar en þær fást eftir mælingar vísindaflugsins í hádeginu. Náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni segir sprunguna hafa minnkað en kraftinn vera þann sama á minna svæði. 4. ágúst 2022 12:35 Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Fleiri fréttir Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Sjá meira
Hraunflæði virðist stöðugt Engar breytingar hafa orðið á hraunflæði í gosinu í Meradölum síðan í gær að sögn náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Þegar hraunflæði var mælt í gær hafði það minnkað um nær helming frá fyrstu mælingu í fyrradag. Til stendur að fljúga yfir gosstöðvarnar á ný í dag og mæla flæði. 5. ágúst 2022 06:42
Þróun eldgossins komi ekki á óvart Töluvert hefur dregið úr hraunflæðinu úr eldstöðvunum í Meradölum frá því í gær og mældist meðalrennsli frá klukkan 17 í gær fram til 11 í morgun 18 rúmmetrar á sekúndu. Til samanburðar var meðalrennsli 32 rúmmetrar á sekúndu fyrstu þrjá tímana eftir að gosið hófst í gær. Á sama tíma hefur sprungan styst úr 300 metrum í um það bil 100 metra. 4. ágúst 2022 18:33
Kraftur gossins sé sá sami en á minna svæði Nýjustu tölur hraunrennslis vegna eldgossins í Meradölum eru ekki komnar til Veðurstofunnar en þær fást eftir mælingar vísindaflugsins í hádeginu. Náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni segir sprunguna hafa minnkað en kraftinn vera þann sama á minna svæði. 4. ágúst 2022 12:35