Gígar farnir að byggjast upp í Meradölum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. ágúst 2022 20:50 Hraun spýtist upp úr hraunhafinu í Meradölum. Vísir/Vilhelm Við upphaf eldgossins í Meradölum opnaðist ein löng sprunga sem hraun vall upp úr. Nú virðist sem sprungan sé farin að skiljast að og gígar farnir að byggjast upp líkt og í eldgosinu í fyrra. Sérfræðingur segir gosið svipað því sem var í Geldingadölum í fyrra. Kristín Jónsdóttir, náttúruvársérfræðingur, sagði í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 að vísar að gígum væru farnir að myndast, sambærilegir þeim sem voru í síðasta gosi. Kristín segir að núverandi gos sé áþekkt því sem var í fyrra.Vísir/Vilhelm „Þetta er eitt af því sem gerist í þessum sprungugosum. Fyrst myndast ein sprunga sem gýs og það myndast eldveggur og svo þegar líður á gosið fer kvikan að, opin fara að þrengjast og við förum að sjá einstaka gígop og á þeim hlaðast upp gígar,“ sagði Kristín. Gosið svipað því sem var í fyrra Hugsanlegt sé að fleiri op opnist en þá yrði það líklega á sömu línu og sé virk núna. Þá segir Kristín að gosið sé mjög svipað því sem var í Geldingadölum í fyrra. „Hraunflæðið virðist vera áþekkt, kannski heldur meira. Nýjustu mælingar frá Háskóla Íslands sýna að hraunflæðið er sautján rúmmetrar á sekúndu og þetta var að rokka frá fimm upp í tuttugu eftir mælingum síðast þannig að við erum innan þessara marka,“ sagði Kristín. Hraunflæði eldgossins í Meradölum séð ofan frá.Vísir/Vilhelm Vísindamenn séu að skoða sprungurnar og kortleggja gosið Sprungur mynduðust og grjót féll víða úr hlíðum á Reykjanesskaga í jarðskjálftahrinunni sem reið yfir áður en gosið hófst. Þá barst fjöldi tilkynninga um tjón frá Grindavík eftir hrinuna. „Þetta voru það margir skjálftar, þetta eru um tuttugu skjálftar sem eru yfir fjórir að stærð og upp í 5,4. Þannig að þetta eru margir staðir sem þarf að skoða en vísindafólk, bæði hér á veðurstofunni og í Háskóla Íslands, er að skoða þessar sprungur og kortleggja þetta allt saman,“ sagði Kristín í samtali við fréttastofu. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Hraunflæði virðist stöðugt Engar breytingar hafa orðið á hraunflæði í gosinu í Meradölum síðan í gær að sögn náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Þegar hraunflæði var mælt í gær hafði það minnkað um nær helming frá fyrstu mælingu í fyrradag. Til stendur að fljúga yfir gosstöðvarnar á ný í dag og mæla flæði. 5. ágúst 2022 06:42 Þróun eldgossins komi ekki á óvart Töluvert hefur dregið úr hraunflæðinu úr eldstöðvunum í Meradölum frá því í gær og mældist meðalrennsli frá klukkan 17 í gær fram til 11 í morgun 18 rúmmetrar á sekúndu. Til samanburðar var meðalrennsli 32 rúmmetrar á sekúndu fyrstu þrjá tímana eftir að gosið hófst í gær. Á sama tíma hefur sprungan styst úr 300 metrum í um það bil 100 metra. 4. ágúst 2022 18:33 Kraftur gossins sé sá sami en á minna svæði Nýjustu tölur hraunrennslis vegna eldgossins í Meradölum eru ekki komnar til Veðurstofunnar en þær fást eftir mælingar vísindaflugsins í hádeginu. Náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni segir sprunguna hafa minnkað en kraftinn vera þann sama á minna svæði. 4. ágúst 2022 12:35 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði Sjá meira
Kristín Jónsdóttir, náttúruvársérfræðingur, sagði í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 að vísar að gígum væru farnir að myndast, sambærilegir þeim sem voru í síðasta gosi. Kristín segir að núverandi gos sé áþekkt því sem var í fyrra.Vísir/Vilhelm „Þetta er eitt af því sem gerist í þessum sprungugosum. Fyrst myndast ein sprunga sem gýs og það myndast eldveggur og svo þegar líður á gosið fer kvikan að, opin fara að þrengjast og við förum að sjá einstaka gígop og á þeim hlaðast upp gígar,“ sagði Kristín. Gosið svipað því sem var í fyrra Hugsanlegt sé að fleiri op opnist en þá yrði það líklega á sömu línu og sé virk núna. Þá segir Kristín að gosið sé mjög svipað því sem var í Geldingadölum í fyrra. „Hraunflæðið virðist vera áþekkt, kannski heldur meira. Nýjustu mælingar frá Háskóla Íslands sýna að hraunflæðið er sautján rúmmetrar á sekúndu og þetta var að rokka frá fimm upp í tuttugu eftir mælingum síðast þannig að við erum innan þessara marka,“ sagði Kristín. Hraunflæði eldgossins í Meradölum séð ofan frá.Vísir/Vilhelm Vísindamenn séu að skoða sprungurnar og kortleggja gosið Sprungur mynduðust og grjót féll víða úr hlíðum á Reykjanesskaga í jarðskjálftahrinunni sem reið yfir áður en gosið hófst. Þá barst fjöldi tilkynninga um tjón frá Grindavík eftir hrinuna. „Þetta voru það margir skjálftar, þetta eru um tuttugu skjálftar sem eru yfir fjórir að stærð og upp í 5,4. Þannig að þetta eru margir staðir sem þarf að skoða en vísindafólk, bæði hér á veðurstofunni og í Háskóla Íslands, er að skoða þessar sprungur og kortleggja þetta allt saman,“ sagði Kristín í samtali við fréttastofu.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Hraunflæði virðist stöðugt Engar breytingar hafa orðið á hraunflæði í gosinu í Meradölum síðan í gær að sögn náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Þegar hraunflæði var mælt í gær hafði það minnkað um nær helming frá fyrstu mælingu í fyrradag. Til stendur að fljúga yfir gosstöðvarnar á ný í dag og mæla flæði. 5. ágúst 2022 06:42 Þróun eldgossins komi ekki á óvart Töluvert hefur dregið úr hraunflæðinu úr eldstöðvunum í Meradölum frá því í gær og mældist meðalrennsli frá klukkan 17 í gær fram til 11 í morgun 18 rúmmetrar á sekúndu. Til samanburðar var meðalrennsli 32 rúmmetrar á sekúndu fyrstu þrjá tímana eftir að gosið hófst í gær. Á sama tíma hefur sprungan styst úr 300 metrum í um það bil 100 metra. 4. ágúst 2022 18:33 Kraftur gossins sé sá sami en á minna svæði Nýjustu tölur hraunrennslis vegna eldgossins í Meradölum eru ekki komnar til Veðurstofunnar en þær fást eftir mælingar vísindaflugsins í hádeginu. Náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni segir sprunguna hafa minnkað en kraftinn vera þann sama á minna svæði. 4. ágúst 2022 12:35 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði Sjá meira
Hraunflæði virðist stöðugt Engar breytingar hafa orðið á hraunflæði í gosinu í Meradölum síðan í gær að sögn náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Þegar hraunflæði var mælt í gær hafði það minnkað um nær helming frá fyrstu mælingu í fyrradag. Til stendur að fljúga yfir gosstöðvarnar á ný í dag og mæla flæði. 5. ágúst 2022 06:42
Þróun eldgossins komi ekki á óvart Töluvert hefur dregið úr hraunflæðinu úr eldstöðvunum í Meradölum frá því í gær og mældist meðalrennsli frá klukkan 17 í gær fram til 11 í morgun 18 rúmmetrar á sekúndu. Til samanburðar var meðalrennsli 32 rúmmetrar á sekúndu fyrstu þrjá tímana eftir að gosið hófst í gær. Á sama tíma hefur sprungan styst úr 300 metrum í um það bil 100 metra. 4. ágúst 2022 18:33
Kraftur gossins sé sá sami en á minna svæði Nýjustu tölur hraunrennslis vegna eldgossins í Meradölum eru ekki komnar til Veðurstofunnar en þær fást eftir mælingar vísindaflugsins í hádeginu. Náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni segir sprunguna hafa minnkað en kraftinn vera þann sama á minna svæði. 4. ágúst 2022 12:35