Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Erla Björg Gunnarsdóttir les fréttir í kvöld.
Erla Björg Gunnarsdóttir les fréttir í kvöld.

Björgunarsveitir voru kallaðar út í dag vegna hópa fólks sem villtust við gosstöðvarnar, þrátt fyrir að lokað sé inn á svæðið. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verðum við í beinni frá gossvæðinu þar sem umfangsmikil leit hefur staðið yfir.

Við skoðum einnig glænýja könnun Maskínu en samkvæmt henni hefur mikill meirihluti þjóðarinnar áhyggjur af samþjöppun í sjávarútvegi. Formaður Viðreisnar segir niðurstöðuna ekki koma á óvart og telur að auka þurfi traust til sjávarútvegsins með breytingum á regluverki.

Mikill áhugi virðist á verknámi og komast færri að en vilja. Í kvöldfréttum verður rætt við skólameistara Fjölbrautarskólans í Breiðholti sem segir sprengingu hafa orðið í umsóknum.

Þá verðum við í beinni frá Ólafsfirði þar sem mikil óánægja ríkir með áform um fyrirhugaða gjaldtöku í jarðgöng og kíkjum í baðlónið Vök á Egilsstöðum – þar sem aðsókn hefur farið langt fram úr væntingum.

Þetta og fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×