Lífshættulegt að slökkva ekki á búnaði í útilegum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. ágúst 2022 22:55 Eyþór Víðisson öryggisfræðingur. Vísir/Ívar Fannar Öryggisfræðingur segir nauðsynlegt að fólk hugi vel að búnaði í ferðahýsum fyrir ferðalög. Lífshættulegt geti verið að sofa með kveikt á gas-, olíu- eða rafmagnsbúnaði. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær lýstu hjónin Bylgja Dís Birkisdóttir og Bragi Jónsson því þegar þau og tveggja ára sonur þeirra vöknuðu úr værum svefni í útilegu á Akureyri. Þau dvöldu þar í fellihýsi en Bylgja vaknaði með hjartsláttartruflanir og mikla öndunarörðugleika. Ekki leið á löngu þar til Bragi var farinn að finna svipuð einkenni. Þau áttuðu sig á að eitthvað væri í loftinu og drifu sig út. Í ljós kom að koltvísýringur hefði komið inn í fellihýsið í gegn um miðstöðina sem var í gangi um nóttina og litlu mátti muna að þau hefðu öll farist. „Það sem gerist sennilega þarna er að þau hafa notað olíu til að hita fellihýsið. Við olíubruna, eins og við þekkjum bara á bílunum okkar, þá verður til koltvísýringur sem að virðist fara að leka þarna inn í rýmið,“ segir Eyþór Víðisson öryggisfræðingu. Mikilvægt sé að fólk fari ekki að sofa frá einhverju sem kveikt er á. „Hvort sem það er gas, olía, jafnvel rafmagnshitarar. Ég skil það vel að það geti orðið kalt á nóttunni á Íslandi. Þá er bara að búa sig að öðru leyti, klæða sig vel og vera með góða sæng,“ segir Eyþór. „Við förum ekki að sofa heima hjá okkur frá kerti sem logar og þetta er sama reglan. Við vitum aldrei hvað getur gerst.“ Fólk kanni ástand búnaðar vel fyrir ferðalög Fólk þurfi að huga vel að búnaði fyrir ferðalög. „Það skiptir rosa miklu máli að vita hvað maður er með í höndunum, hvers konar búnaður þetta er. Gas eða olía eða annað og síðan hvernig ástandið er fyrir hvert sumar,“ segir Eyþór. „Að skoða búnaðinn vel, toga í allt og skoða festingar og ef það er eitthvað að skipta um.“ Oft hafi komið upp dæmi sem þessi sem hafi farið verr. „Maður hefur oft heyrt þetta í gegn um tíðina og maður hefur líka lesið fréttir um andlát vegna þess að fólk sofnaði frá búnaði, hvort sem það eru prímusar í tjöldum eða einhverskonar gasbúnaður.“ Mikil mildi sé að ekki fór verr. „Þetta fólk er alveg ótrúlega heppið og maður bara þakkar guðunum að ekkki fór verr vegna þess að það hefði vissulega getað gert það,“ segir Eyþór. Ferðamennska á Íslandi Tjaldsvæði Slysavarnir Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær lýstu hjónin Bylgja Dís Birkisdóttir og Bragi Jónsson því þegar þau og tveggja ára sonur þeirra vöknuðu úr værum svefni í útilegu á Akureyri. Þau dvöldu þar í fellihýsi en Bylgja vaknaði með hjartsláttartruflanir og mikla öndunarörðugleika. Ekki leið á löngu þar til Bragi var farinn að finna svipuð einkenni. Þau áttuðu sig á að eitthvað væri í loftinu og drifu sig út. Í ljós kom að koltvísýringur hefði komið inn í fellihýsið í gegn um miðstöðina sem var í gangi um nóttina og litlu mátti muna að þau hefðu öll farist. „Það sem gerist sennilega þarna er að þau hafa notað olíu til að hita fellihýsið. Við olíubruna, eins og við þekkjum bara á bílunum okkar, þá verður til koltvísýringur sem að virðist fara að leka þarna inn í rýmið,“ segir Eyþór Víðisson öryggisfræðingu. Mikilvægt sé að fólk fari ekki að sofa frá einhverju sem kveikt er á. „Hvort sem það er gas, olía, jafnvel rafmagnshitarar. Ég skil það vel að það geti orðið kalt á nóttunni á Íslandi. Þá er bara að búa sig að öðru leyti, klæða sig vel og vera með góða sæng,“ segir Eyþór. „Við förum ekki að sofa heima hjá okkur frá kerti sem logar og þetta er sama reglan. Við vitum aldrei hvað getur gerst.“ Fólk kanni ástand búnaðar vel fyrir ferðalög Fólk þurfi að huga vel að búnaði fyrir ferðalög. „Það skiptir rosa miklu máli að vita hvað maður er með í höndunum, hvers konar búnaður þetta er. Gas eða olía eða annað og síðan hvernig ástandið er fyrir hvert sumar,“ segir Eyþór. „Að skoða búnaðinn vel, toga í allt og skoða festingar og ef það er eitthvað að skipta um.“ Oft hafi komið upp dæmi sem þessi sem hafi farið verr. „Maður hefur oft heyrt þetta í gegn um tíðina og maður hefur líka lesið fréttir um andlát vegna þess að fólk sofnaði frá búnaði, hvort sem það eru prímusar í tjöldum eða einhverskonar gasbúnaður.“ Mikil mildi sé að ekki fór verr. „Þetta fólk er alveg ótrúlega heppið og maður bara þakkar guðunum að ekkki fór verr vegna þess að það hefði vissulega getað gert það,“ segir Eyþór.
Ferðamennska á Íslandi Tjaldsvæði Slysavarnir Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira