OxyContin-faraldur og innlögnum á Vog fjölgar Ólafur Björn Sverrisson skrifar 5. ágúst 2022 14:46 Ópíóðufaraldur virðist hafa gripið um sig hér á landi, framboð eykst og enn er miklu magni ávísað á sjúklinga. Vísir/Vilhelm Stöðug fjölgun hefur verið á innlögnum inn á Vog vegna ópíóíða en verðkönnun SÁÁ gefur til kynna að framboð á opíóíðum hér á landi hafi aukist síðustu ár. Lögreglan hefur haldlagt mikið af ópíóðanum OxyContin síðustu misseri og læknar á Vogi hafa áhyggjur af þróuninni. Ragnheiður Hulda Friðriksdóttir, gæðastýra og aðstoðarmaður forstjóra Vogs, segir að stöðug aukning hafi verið á hlutfalli þeirra sjúklinga inni á Vogi sem nota ópíóíða síðustu ár. Á síðustu þremur árum hefur hlutfall sjúklinga sem nota ópíóíða farið úr 22,5 prósentum í 27,3 prósent. Á árinu 2011 var þetta sama hlutfall 10,3 prósent. Línurit sem sýnir hlutfall sjúklinga á Vogi sem nota ópíóíða.SÁÁ Greint var frá því í Kompás í byrjun þessa árs að um 3500 manns séu nú skráðir neytendur ópíóíðans Oxycontin. Þeir voru um 500 fyrir áratug og er það sjöföldun á tíu ára tímabili. Fyrir skömmu ákærði Lögreglustjórinn á Suðurnesjum fimm pólska karlmenn fyrir brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni með því að hafa flutt inn mikið magn af OxyContin. Er það aðeins brot af því sem lögreglan hefur haldlagt á síðustu misserum en greinileg aukning hefur orðið á innflutningi lyfsins. Úr verðkönnun SÁÁ, þar sem verð á ýmsum fíkniefnum eru könnuð ár frá ári, hefur til að mynda ekki orðið nein merkjanleg hækkun á verði OxyContin síðustu 5 ár. Bendir það til þess að framboðið sé tiltölulega stöðugt og hafi aukist síðustu ár. Sjá einnig: Gripinn með tvö þúsund töflur af Oxycontin en finnst ekki Sjá einnig: Smyglaði 643 OxyContin töflum til landsins Þá hefur mikil aukning orðið á ávísunum OxyContin lyfsins, þrátt fyrir aukna meðvitund meðal lækna. Ragnheiður Hulda segir heilmargt búið að gera til að draga úr ávísunum. „Það er auðvitað fullt af fólki sem þarf á þessum lyfjum að halda, svo er alveg vitað að fólk selur þau lyf sem það þarf ekki á að halda. Ég veit að Lyfjastofnun og embætti Landlæknis hafa verið í ýmsum aðgerðum til að draga úr þessu.“ Ragnheiður Hulda Friðriksdóttir, gæðastýra og aðstoðarmaður forstjóra Vogs Hún segist sjá stöðuga fjölgun á þeim sem fá lyfjameðferð inni á Vogi vegna ópíóíða. „Aðgengi að meðferð er það sem skiptir mestu máli. Það er bæði takmörkun á aðgengi að lyfjunum, þannig að það sé einungis ávísað þegar það er brýn nauðsyn. Svo skiptir máli að það sé hugað að því hvernig trappað verði niður og úr lyfjanotkuninni þegar þessu er ávísað.“ Hún bætir við að þörf sé fyrir meira framlagi frá Sjúkratryggingum Íslands til þess að sinna öllum þeim sem þurfa meðferð við ópíóíðafíkn. Núgildandi samningur dugir fyrir 90 sjúklinga að jafnaði. Fjöldi einstaklinga sem fengu lyfjameðferð við ópíóðafíkn á hverju ári frá 2014.SÁÁ Fíkniefnabrot Meðferðarheimili Lyf Fíkn SÁÁ Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Ragnheiður Hulda Friðriksdóttir, gæðastýra og aðstoðarmaður forstjóra Vogs, segir að stöðug aukning hafi verið á hlutfalli þeirra sjúklinga inni á Vogi sem nota ópíóíða síðustu ár. Á síðustu þremur árum hefur hlutfall sjúklinga sem nota ópíóíða farið úr 22,5 prósentum í 27,3 prósent. Á árinu 2011 var þetta sama hlutfall 10,3 prósent. Línurit sem sýnir hlutfall sjúklinga á Vogi sem nota ópíóíða.SÁÁ Greint var frá því í Kompás í byrjun þessa árs að um 3500 manns séu nú skráðir neytendur ópíóíðans Oxycontin. Þeir voru um 500 fyrir áratug og er það sjöföldun á tíu ára tímabili. Fyrir skömmu ákærði Lögreglustjórinn á Suðurnesjum fimm pólska karlmenn fyrir brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni með því að hafa flutt inn mikið magn af OxyContin. Er það aðeins brot af því sem lögreglan hefur haldlagt á síðustu misserum en greinileg aukning hefur orðið á innflutningi lyfsins. Úr verðkönnun SÁÁ, þar sem verð á ýmsum fíkniefnum eru könnuð ár frá ári, hefur til að mynda ekki orðið nein merkjanleg hækkun á verði OxyContin síðustu 5 ár. Bendir það til þess að framboðið sé tiltölulega stöðugt og hafi aukist síðustu ár. Sjá einnig: Gripinn með tvö þúsund töflur af Oxycontin en finnst ekki Sjá einnig: Smyglaði 643 OxyContin töflum til landsins Þá hefur mikil aukning orðið á ávísunum OxyContin lyfsins, þrátt fyrir aukna meðvitund meðal lækna. Ragnheiður Hulda segir heilmargt búið að gera til að draga úr ávísunum. „Það er auðvitað fullt af fólki sem þarf á þessum lyfjum að halda, svo er alveg vitað að fólk selur þau lyf sem það þarf ekki á að halda. Ég veit að Lyfjastofnun og embætti Landlæknis hafa verið í ýmsum aðgerðum til að draga úr þessu.“ Ragnheiður Hulda Friðriksdóttir, gæðastýra og aðstoðarmaður forstjóra Vogs Hún segist sjá stöðuga fjölgun á þeim sem fá lyfjameðferð inni á Vogi vegna ópíóíða. „Aðgengi að meðferð er það sem skiptir mestu máli. Það er bæði takmörkun á aðgengi að lyfjunum, þannig að það sé einungis ávísað þegar það er brýn nauðsyn. Svo skiptir máli að það sé hugað að því hvernig trappað verði niður og úr lyfjanotkuninni þegar þessu er ávísað.“ Hún bætir við að þörf sé fyrir meira framlagi frá Sjúkratryggingum Íslands til þess að sinna öllum þeim sem þurfa meðferð við ópíóíðafíkn. Núgildandi samningur dugir fyrir 90 sjúklinga að jafnaði. Fjöldi einstaklinga sem fengu lyfjameðferð við ópíóðafíkn á hverju ári frá 2014.SÁÁ
Fíkniefnabrot Meðferðarheimili Lyf Fíkn SÁÁ Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira