„Líst eiginlega alltof vel á þetta“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. ágúst 2022 10:00 Arnar Gunnlaugsson vill sjá hugað Víkingslið gegn Lech Poznan í kvöld. vísir/Hulda Margrét Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, segir að sínir menn verði að vera hugrakkir í leikjunum gegn Lech Poznan, sérstaklega í viðureign liðanna í kvöld. Þrátt fyrir mikið álag undanfarnar vikur segir hann þreytu ekki þjá Víkinga. „Mér líst eiginlega alltof vel á þetta. Þetta er hrikalega spennandi fyrir okkur. Við höfum stigið upp í Evrópuleikjunum í sumar og vaxið sem lið. Þetta verður erfitt verkefni og við erum klárlega lítilmagninn í þessu einvígi,“ sagði Arnar í samtali við Vísi í gær. Lech Poznan varð pólskur meistari á síðasta tímabili en hefur ekki byrjað þetta tímabil vel og tapað báðum leikjum sínum í pólsku úrvalsdeildinni. Liðið kemur því haltrandi til leiks, líkt og Malmö þegar sænsku meistararnir mættu Víkingi í síðasta mánuði. Mögulega hittum við á þá á réttum tíma „Það eru líkindi milli Lech Poznan og Malmö. Þetta eru bæði mjög stór lið sem hafa átt í erfiðleikum í sínum deildum. Og þegar þú átt í erfiðleikum hefur það áhrif á sjálfstraustið, sama hvort þú ert miðlungsgaur eða stórkostlegur í fótbolta. Þeir hafa ekki byrjað tímabilið vel og mögulega hittum við þá á réttum tíma. Það er góður taktur í okkur og ég held við getum gert þeim skráveifu.“ Arnar leggur áherslu á að Víkingar þori að spila sinn fótbolta í leikjunum tveimur sem framundan eru. Hugsa um allar 180 mínúturnar „Klárlega. Þetta eru allavega 180 mínútur og þú mátt ekki hugsa bara um leikinn á morgun [í dag] og vonast eftir einhverju. Þú verður að hugsa fyrir allar 180 mínúturnar, hvernig ætlarðu að eiga möguleika að slá þá út sem er markmiðið,“ sagði Arnar. „Ég held mögulega að leiðin gæti verið að spila af fullum krafti á morgun [í dag] og reyna að vinna, eða allavega fara með góð úrslit til Póllands því ef við erum ekki barnalegir þarftu mögulega að verjast meira þá.“ Leikurinn í kvöld er sjöundi Evrópuleikur Víkings í sumar. Auk þess standa Víkingar í ströngu í Bestu deildinni og Mjólkurbikarnum. Íslands- og bikarmeistararnir þurfa því að halda nokkrum boltum á lofti í einu en Arnari dettur ekki í hug að kvarta yfir álagi. Þreyta, smeyta „Auðvitað eru alltaf einhverjir sem detta út og þeir eru bara mjög óheppnir. En ég hef aldrei kvartað yfir meiðslum í minni stjóratíð. Það þýðir voða lítið að tala um að þú sért með stóran og góðan hóp og fara svo að skæla við fyrstu meiðsli. Það kemur bara maður í manns stað og þeir verða mögulega enn hungraðri til að sýna sig og sanna. Við erum með góðan hóp og ég treysti þeim fullkomlega,“ sagði Arnar. „Þreyta, smeyta. Á þessu getustigi, þegar þú er kominn svona langt, á adrenalínið og tilhlökkunin að fara með þig nokkuð langt.“ Leikur Víkings og Lech Poznan hefst klukkan 18:45 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir „Elskaði að spila á móti Lech Poznan“ Pablo Punyed á góðar minningar frá leikjum gegn Lech Poznan en hann var í liði Stjörnunnar sem sló pólska stórliðið út í forkeppni Evrópudeildarinnar 2014. 3. ágúst 2022 17:00 Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Fleiri fréttir Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Í beinni: Valur - Braga | Valskonur mæta Íslendingaliði Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Sjá meira
„Mér líst eiginlega alltof vel á þetta. Þetta er hrikalega spennandi fyrir okkur. Við höfum stigið upp í Evrópuleikjunum í sumar og vaxið sem lið. Þetta verður erfitt verkefni og við erum klárlega lítilmagninn í þessu einvígi,“ sagði Arnar í samtali við Vísi í gær. Lech Poznan varð pólskur meistari á síðasta tímabili en hefur ekki byrjað þetta tímabil vel og tapað báðum leikjum sínum í pólsku úrvalsdeildinni. Liðið kemur því haltrandi til leiks, líkt og Malmö þegar sænsku meistararnir mættu Víkingi í síðasta mánuði. Mögulega hittum við á þá á réttum tíma „Það eru líkindi milli Lech Poznan og Malmö. Þetta eru bæði mjög stór lið sem hafa átt í erfiðleikum í sínum deildum. Og þegar þú átt í erfiðleikum hefur það áhrif á sjálfstraustið, sama hvort þú ert miðlungsgaur eða stórkostlegur í fótbolta. Þeir hafa ekki byrjað tímabilið vel og mögulega hittum við þá á réttum tíma. Það er góður taktur í okkur og ég held við getum gert þeim skráveifu.“ Arnar leggur áherslu á að Víkingar þori að spila sinn fótbolta í leikjunum tveimur sem framundan eru. Hugsa um allar 180 mínúturnar „Klárlega. Þetta eru allavega 180 mínútur og þú mátt ekki hugsa bara um leikinn á morgun [í dag] og vonast eftir einhverju. Þú verður að hugsa fyrir allar 180 mínúturnar, hvernig ætlarðu að eiga möguleika að slá þá út sem er markmiðið,“ sagði Arnar. „Ég held mögulega að leiðin gæti verið að spila af fullum krafti á morgun [í dag] og reyna að vinna, eða allavega fara með góð úrslit til Póllands því ef við erum ekki barnalegir þarftu mögulega að verjast meira þá.“ Leikurinn í kvöld er sjöundi Evrópuleikur Víkings í sumar. Auk þess standa Víkingar í ströngu í Bestu deildinni og Mjólkurbikarnum. Íslands- og bikarmeistararnir þurfa því að halda nokkrum boltum á lofti í einu en Arnari dettur ekki í hug að kvarta yfir álagi. Þreyta, smeyta „Auðvitað eru alltaf einhverjir sem detta út og þeir eru bara mjög óheppnir. En ég hef aldrei kvartað yfir meiðslum í minni stjóratíð. Það þýðir voða lítið að tala um að þú sért með stóran og góðan hóp og fara svo að skæla við fyrstu meiðsli. Það kemur bara maður í manns stað og þeir verða mögulega enn hungraðri til að sýna sig og sanna. Við erum með góðan hóp og ég treysti þeim fullkomlega,“ sagði Arnar. „Þreyta, smeyta. Á þessu getustigi, þegar þú er kominn svona langt, á adrenalínið og tilhlökkunin að fara með þig nokkuð langt.“ Leikur Víkings og Lech Poznan hefst klukkan 18:45 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4.
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir „Elskaði að spila á móti Lech Poznan“ Pablo Punyed á góðar minningar frá leikjum gegn Lech Poznan en hann var í liði Stjörnunnar sem sló pólska stórliðið út í forkeppni Evrópudeildarinnar 2014. 3. ágúst 2022 17:00 Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Fleiri fréttir Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Í beinni: Valur - Braga | Valskonur mæta Íslendingaliði Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Sjá meira
„Elskaði að spila á móti Lech Poznan“ Pablo Punyed á góðar minningar frá leikjum gegn Lech Poznan en hann var í liði Stjörnunnar sem sló pólska stórliðið út í forkeppni Evrópudeildarinnar 2014. 3. ágúst 2022 17:00