Innlent

„Hressandi að fá eitt eld­gos í við­bót“

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Bogi Adolfsson formaður björgunarsveitarinnar Þorbjörns
Bogi Adolfsson formaður björgunarsveitarinnar Þorbjörns Stöð 2/Egill

Bogi Adolfsson formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík segir að allar björgunarsveitir á Suðurnesjum hafi verið kallaðar út, þau séu að ná tökum á málunum og fara yfir stöðuna. Hann hvetur almenning til að hlusta á tilmæli.

Bogi segir björgunarsveitirnar alltaf tilbúnar í allt en það sé „rosalega hressandi að fá eitt eldgos í viðbót,“ hann hugsi að þetta verði þreytt. Óskastaðan væri að gosið „væri í öðrum landshluta,“ segir Bogi og hlær.

Bogi segir mannskapinn tilbúinn í slaginn og að hann hafi engar áhyggjur af því, viðbúnaðurinn verði svipaður og björgunarsveitir muni fylgjast með en þetta verði „örugglega geðveiki eins og venjulega.“

Aðspurður hvort hann haldi að björgunarsveitir þurfi að halda fólki jafn mikið frá gosinu og áður segir hann fólk þurfa að hugsa og vita hvað það sé að labba út í. „Gallinn við þetta kannski núna er að við erum með „full blast“ túrisma og svo náttúrulega fáum Íslendingana,“ segir Bogi. Það sé ekki Covid til þess að bjarga hlutunum núna og stöðva mannfjöldann.

Hann segist hafa meiri áhyggjur af illa búnum ferðamönnum, helstu áhyggjur séu að fólk fari sér á voða en veðrið hjálpi til eins og er.

Aðspurður hvað hann myndi vilja segja við landsmenn segir Bogi, „bara fara varlega og hlusta á okkur og tala við okkur, við bítum ekki.“Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.