Innlent

Skjálfti af stærðinni 4,2 varð við Kleifarvatn

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Skjálftinn varð klukkan 12:00 3,8 kílómetra vestur af Kleifarvatni.
Skjálftinn varð klukkan 12:00 3,8 kílómetra vestur af Kleifarvatni. Vísir/Egill

Snarpur jarðskjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu rétt í þessu. 

Skjálftinn varð klukkan 12:00 en fyrstu tölur segja að skjálftinn hafi verið um 3,8 kílómetra vestur af Kleifarvatni og fyrsta stærðarmat er 3,9 samkvæmt Einari Hjörleifssyni náttúruruvársérfræðingi hjá Veðurstofunni. 

Skjálftavirknina segir Einar vera svipaða og hún sé búin að vera, hún sé að minnka en alltaf séu að mælast stærri skjálftar inn á milli.  

Uppfært klukkan 12:20

Samkvæmt nýjustu tölum var skjálftinn 4,2 að stærð.

Uppfært klukkan 12:26

Samkvæmt lokatölum frá Veðurstofunni var skjálftinn 4,6 að stærð.

Uppfært klukkan 12:37

Samkvæmt nýjustu tölum var skjálftinn 4,2 að stærð. 

Fréttin verður uppfærð. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×