Erlent

Meira en átta­tíu menn sakaðir um að hóp­nauðga átta konum

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Mótmælendur fyrir utan dómshúsið í Krugersdorp.
Mótmælendur fyrir utan dómshúsið í Krugersdorp. AP/Shiraaz Mohamed

Meira en áttatíu menn ásakaðir um að hópnauðga átta konum komu fyrir dómara í Krugersdorp í Suður-Afríku í gær. Mennirnir réðust á tökulið sem var að taka upp tónlistarmyndband í yfirgefinni námu í Krugersdorp, nauðguðu konum hópsins og rændu fólkið öllum verðmætum.

Að sögn Elias Mawela, lögreglustjóra Gauteng-héraðs, var 22 manna tökulið, sem samanstóð af tólf konum og tíu körlum, að taka upp tónlistarmyndband í námunni þegar hópur vopnaðra manna réðist á þau.

„Hinir grunuðu skipuðu öllum að leggjast á jörðina, nauðguðu átta kvennanna í kjölfarið og rændu eigum allra áður en þeir flúðu af vettvangi,“ sagði Mawela í yfirlýsingu en mennirnir voru handteknir á vettvangi skömmu eftir glæpina. Þá sagði Mawela að 32 meintar nauðganir væru til rannsóknar lögreglu.

Hinir grunuðu eru taldir vera ólöglegir námuverkamenn, betur þekktir sem Zama zama, sem grafa eftir gulli í lokuðum námum í grennd við Jóhannesarborg. 

Auk þess að vera ákærðir fyrir nauðganir og vopnað rán verða einhverjir mannanna einnig ákærðir fyrir ólöglegan námugröft og fyrir að vera ólöglega í Suður-Afríku.

Meira en þrjú hundruð manns mótmæltu fyrir utan dómshúsið í Krugersdorp í gær til að lýsa yfir reiði sinni á nauðgununum.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.