Norska ríkisútvarpið greinir frá þessu.
Rannsóknardeild lögreglunnar í Noregi, Kripos, kom á vettvang í gærkvöldi. Rannsókn hennar og lögreglunnar á svæðinu stóð yfir í alla nótt og heldur áfram í dag.
Handtóku manninn án erfiða
Kristian Bjaanes, aðgerðarstjóri lögreglu í Otta, sagði í samtali við NRK að lögreglan hefði fengið tilkynningu klukkan sex í gærkvöldi þar sem maður hringdi inn og sagðist hafa stungið tvo.
Hann segir að lögreglan hefði farið á staðinn í kjölfarið. Þar hefðu þau fundið hina tvo látnu og handtekið manninn sem hringdi inn, án erfiða. Bjaanes segir að lögreglan hafi nokkuð skýra mynd af því sem gerðist en rannsókn málsins væri samt bara nýhafin.
Frederik Thompsen, sem stýrir rannsókninni, segir að það sé of snemmt að segja hvort það séu einhver tengsl milli hins grunaða og hinna látnu. Allir þrír séu norskir ríkisborgarar eftir því sem lögreglan viti best. Rannsóknarinnar vegna muni lögreglan ekki greina frá atburðarás glæpsins.
Andlegt ástand mannsins ekki gott
Anders Bjørnsen, lögmaður hins grunaða, sagði við NRK að hinn grunaði væri í meðhöndlun heilbrigðisyfirvalda og að geðheilbrigði mannsins þyrfti mögulega að skoða fyrir dómnum.
Hann sagði að andleg líðan mannsins hafi ekki verið góð þegar hann hitti skjólstæðing sinn í gær. Þá hefði hann enga hugmynd um hvað hefði vakað fyrir manninum þegar hann framdi verknaðinn.
Lögmaðurinn sagðist ekki vita hvað vakti fyrir manninum þegar hann framdi verknaðinn. Hann bætti við að geðheilbrigði mannsins væri sérstakt álitamál sem þyrfti að skoða fyrir dómstólum.