Boðnar mörg hundruð þúsund krónur fyrir lengsta skegg á Íslandi Kristján Már Unnarsson skrifar 1. ágúst 2022 22:20 Skeggið mælt á Guðmundi Júlíusi Þórðarsyni. Arnar Halldórsson Við höldum að hann eigi lengsta skegg á Íslandi, húsasmiðurinn fyrrverandi sem býr í Gaulverjabænum við ósa Þjórsár. Kristján Már Unnarsson tók sig til og mældi skeggið en það er svo langt að það er búið að bjóða eigandanum mörg hundruð þúsund krónur fyrir það. Í fréttum Stöðvar 2 hittum við hjónin Guðmund Júlíus Þórðarson og Hrefnu Sóleyju Kjartansdóttur en þau búa á Arabæjarhjáleigu í Flóa. Fullyrt er að Guðmundur hafi lengsta skegg á Íslandi. „Hann vefur þessu um hálsinn og fær svo svima,“ segir eiginkonan Hrefna Sóley og virðist ekki hrifin af þessu langa skeggi bóndans. „Æ, mér leiðist það,“ segir hún og hlær. „Mér finnst það bara ljótt,“ útskýrir hún og allir skella upp úr. Þessu ráði hann þó alveg sjálfur. „Eitt af því fáa sem maður ræður sjálfur,“ segir Guðmundur glettinn. Eiginkonan Hrefna Sóley Kjartansdóttir segir að Guðmundur fái svima þegar hann vefji skegginu um hálsinn.Arnar Halldórsson Hann segist hafa safnað skegginu í 22 ár en þessi fyrrum húsasmiður starfaði lengi sem gæslumaður á Sogni í Ölfusi. Og þegar hann dregur skeggið upp úr skyrtunni verðum við rasandi hissa. Og enn meira þegar við sjáum að hann er búinn að vefja því í vöndul um hálsinn. -Hvað nær það langt niður? „Alveg niður á jörð, held ég.“ -Ertu búinn að mæla lengdina á því? „Nei, nú þyrfti að mæla það.“ Við drögum fram málbandið. Meðan Guðmundur heldur í annan endann reynum við að strekkja sem mest á skegginu, þó án þess að meiða hann, til að fá sem nákvæmasta mælingu. Niðurstaðan er að skeggið sé að minnsta kosti 180 sentímetrar á lengd, kannski örlítið lengra en það. Þegar við héldum skeggendanum við málbandið sýndi mæling okkar að skeggið er að minnsta kosti 180 sentímetra langt.Arnar Halldórsson Hann segist þó ekkert vera farinn að spá í að raka það af. -Þú býður það ekki bara hæstbjóðanda að kaupa það af þér? „Ja, það er nú eiginlega boðið í það, jú.“ -Ertu búinn að fá boð? „Já.“ -Og hvað er það hátt? „330 þúsund. Og hann hækkar það ef einhver býður betur. Þá verður hækkað,“ segir Guðmundur Júlíus. „Ókei, ég býð 350 þúsund,“ segir þá Telma Tómasson fréttaþulur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Flóahreppur Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Aron Can heill á húfi Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 hittum við hjónin Guðmund Júlíus Þórðarson og Hrefnu Sóleyju Kjartansdóttur en þau búa á Arabæjarhjáleigu í Flóa. Fullyrt er að Guðmundur hafi lengsta skegg á Íslandi. „Hann vefur þessu um hálsinn og fær svo svima,“ segir eiginkonan Hrefna Sóley og virðist ekki hrifin af þessu langa skeggi bóndans. „Æ, mér leiðist það,“ segir hún og hlær. „Mér finnst það bara ljótt,“ útskýrir hún og allir skella upp úr. Þessu ráði hann þó alveg sjálfur. „Eitt af því fáa sem maður ræður sjálfur,“ segir Guðmundur glettinn. Eiginkonan Hrefna Sóley Kjartansdóttir segir að Guðmundur fái svima þegar hann vefji skegginu um hálsinn.Arnar Halldórsson Hann segist hafa safnað skegginu í 22 ár en þessi fyrrum húsasmiður starfaði lengi sem gæslumaður á Sogni í Ölfusi. Og þegar hann dregur skeggið upp úr skyrtunni verðum við rasandi hissa. Og enn meira þegar við sjáum að hann er búinn að vefja því í vöndul um hálsinn. -Hvað nær það langt niður? „Alveg niður á jörð, held ég.“ -Ertu búinn að mæla lengdina á því? „Nei, nú þyrfti að mæla það.“ Við drögum fram málbandið. Meðan Guðmundur heldur í annan endann reynum við að strekkja sem mest á skegginu, þó án þess að meiða hann, til að fá sem nákvæmasta mælingu. Niðurstaðan er að skeggið sé að minnsta kosti 180 sentímetrar á lengd, kannski örlítið lengra en það. Þegar við héldum skeggendanum við málbandið sýndi mæling okkar að skeggið er að minnsta kosti 180 sentímetra langt.Arnar Halldórsson Hann segist þó ekkert vera farinn að spá í að raka það af. -Þú býður það ekki bara hæstbjóðanda að kaupa það af þér? „Ja, það er nú eiginlega boðið í það, jú.“ -Ertu búinn að fá boð? „Já.“ -Og hvað er það hátt? „330 þúsund. Og hann hækkar það ef einhver býður betur. Þá verður hækkað,“ segir Guðmundur Júlíus. „Ókei, ég býð 350 þúsund,“ segir þá Telma Tómasson fréttaþulur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Flóahreppur Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Aron Can heill á húfi Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira