Innlent

Snarpur skjálfti fannst víðsvegar

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Snarpir skjálftar hafa fundist reglulega frá því að jarðskjálftahrina hófst nú á laugardag.
Snarpir skjálftar hafa fundist reglulega frá því að jarðskjálftahrina hófst nú á laugardag. Vísir/Egill Aðalsteinsson

Snarpur skjálfti 4,0 að stærð mældist rétt eftir klukkan 11 í dag. Skjálftinn mældist um 4,3 kílómetra austur af Keili, á fimm kílómetra dýpi.

Skjálftinn er sá fimmti, á eða yfir 4,0 að stærð, sem mælst hefur síðan á miðnætti. Klukkan hálf sjö í morgun varð kröftugur skjálfti sem mældist 4,7 að stærð.

Stærsti skjálftinn til þessa í yfirstandandi jarðskjálftahrinu við Fagradalsfjall reið yfir klukkan tólf mínútur í sex í gærkvöldi og var 5,4 að stærð. Skjálftarnir hafa verið að mælast á grynnra dýpi sem sérfræðingur segir benda til kvikuhlaups.

Fréttin hefur verið uppfærð.


Tengdar fréttir

Stór skjálfti korter yfir þrjú í nótt

Skjálfti að stærð 4,3 átti sér stað fjóra kílómetra suðsuðvestan af Fagradalsfjalli klukkan fjórtán mínútur yfir þrjú í nótt og fannst skjálftinn á höfuðborgarsvæðinu. Jarðskjálftahrina við Fagradalsfjall hefur staðið yfir frá hádegi á laugardag og telja sérfræðingar kvikuhlaup valda virkninni.

Grind­víkingar séu til­búnir

Frá miðnætti hafa meira en fjörutíu skjálftar af stærðinni þrír eða meira mælst á Reykjanesskaga. Stór hluti þeirra hefur mælst við Fagradalsfjall, þar sem gaus í mars á síðasta ári. Í aðdraganda gossins var jarðskjálftavirkni á svæðinu mikil, og Grindvíkingar ekki farið varhluta af því.

Stærsti skjálftinn í hrinunni til þessa

Stærsti skjálftinn til þessa í yfirstandandi jarðskjálftahrinu við Fagradalsfjall reið yfir tólf mínútur í sex í kvöld og var 5,4 að stærð. Skjálftarnir í dag hafa mælst á grynnra dýpi en í gær sem sérfræðingur segir benda til kvikuhlaups.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×