Innlent

Dekkið þeyttist yfir á öfugan vegar­helming og framan á bíl

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Sextán manns voru í bílunum sem skullu saman og þrír hlutu minniháttar meiðsl.
Sextán manns voru í bílunum sem skullu saman og þrír hlutu minniháttar meiðsl. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu

Fjögurra bíla árekstur varð á Vesturlandsvegi í Kollafirði klukkan hálf þrjú í gær. Hjólbarði losnaði af kerru sem bíll var með í eftirdragi, þeyttist yfir á öfugan vegarhelming og framan á bíl sem kom úr gagnstæðri átt, með þeim afleiðingum að fjórar bifreiðar skullu saman.

Frá þessu greinir lögreglan á höfuðborgarsvæðinu en þrír ökumenn slösuðust lítillega. Mikill viðbúnaður var á vettvangi í gær en lokað var fyrir umferð um hríð og lögregla stýrði umferð í tvær klukkustundir. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×