Innlent

Kalda­vatns­laust í Grinda­vík eftir stóra skjálftann

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Í Grindavík rofnaði lögn eftir skjálftann sem reið yfir við Fagradalsfjall rétt fyrir sex í kvöld með þeim afleiðingum að nú er kaldavatnslaust í bænum.
Í Grindavík rofnaði lögn eftir skjálftann sem reið yfir við Fagradalsfjall rétt fyrir sex í kvöld með þeim afleiðingum að nú er kaldavatnslaust í bænum. Arnar Halldórsson

Aðveitulögn fyrir kalt vatn inn í Grinda­vík­ fór í sund­ur við Svartsengi eftir stóra skjálft­ann sem reið yfir rétt fyrir sex á Reykja­nesskaga. Það er því kaldavatnslaust hjá íbúum bæjarins en unnið er að því að gera við lögnina.

Fannar Jónsson staðfesti þetta í samtali við Mbl. Hann sagði skemmdirnar staðbundnar og unnið yrði að viðgerðum í kvöld en líklega yrðu þær fram eftir nóttu.

Þá sagði starfsmaður HS Orku að unnið verði fram á nótt að viðgerðinni í samtali við Rúv.


Tengdar fréttir

Tilkynningar um tjón í Grindavík

Almannavarnir segja tilkynningar um tjón hafa borist frá Grindavík eftir að skjálfti að stærð 5,4 reið yfir um þrjá kílómetra austnorðaustur af bænum rétt fyrir sex í kvöld. Engar tilkynningar um slys af fólki hafi hins vegar borist.

Stærsti skjálftinn í hrinunni til þessa

Stærsti skjálftinn til þessa í yfirstandandi jarðskjálftahrinu við Fagradalsfjall reið yfir tólf mínútur í sex í kvöld og var 5,4 að stærð. Tveimur mínútum síðar reið yfir annar stór skjálfti sem var 4,3 að stærð. Skjálftarnir í dag hafa mælst á grynnra dýpi en í gær sem sérfræðingur segir benda til kvikuhlaups.

Stór skjálfti að stærð 5,4 við Fagradalsfjall

Stærsti skjálftinn í yfirstandandi jarðskjálftahrinu við Fagradalsfjall reið yfir klukkan 17:48. Samkvæmt mælingum á vef Veðurstofunnar var skjálftinn 5,4 að stærð.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×