Innlent

Tilkynningar um tjón í Grindavík

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Almannvarnir segja tilkynningar um tjón hafa borist frá Grindavík en hins vegar hafi engar tilkynningar um slys á fólki borist.
Almannvarnir segja tilkynningar um tjón hafa borist frá Grindavík en hins vegar hafi engar tilkynningar um slys á fólki borist. Vísir/Vilhelm

Almannavarnir segja tilkynningar um tjón hafa borist frá Grindavík eftir að skjálfti að stærð 5,4 reið yfir um þrjá kílómetra austnorðaustur af bænum rétt fyrir sex í kvöld. Engar tilkynningar um slys af fólki hafi hins vegar borist.

Þetta kemur fram í tilkynningu sem Almannavarnir birtu upp úr sjö. Þar segir að almannavarnir fylgist vel með framvindunni í samvinnu við lögregluna á Suðurnesjum og Veðurstofuna. En í gær settu Almannavarnir á óvissustig Almannavarna vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga.

Í tilkynningunni frá Almannavörnum eru íbúar hvattir til að huga að lausa- og innanstokksmunum sem gætu fallið við jarðskjálfta. Þá er fólk sérstaklega beðið um að huga að því að ekki geti fallið lausamunir á fólk í svefni. 

Einnig er minnst á í tilkynningunni að Veðurstofa Íslands hafi vakið athygli á að grjóthrun og skriður gætu farið af stað í brattlendi og því væri gott að sýna aðgát við brattar hlíðar.

Að lokum er bent á að tjón á munum og eignum sé tilkynnt á vefsíðu Náttúruhamfaratrygginga Íslands og ef slys hafi orðið á fólki sé það tilkynnt til 112.


Tengdar fréttir

Stærsti skjálftinn í hrinunni til þessa

Stærsti skjálftinn til þessa í yfirstandandi jarðskjálftahrinu við Fagradalsfjall reið yfir tólf mínútur í sex í kvöld og var 5,4 að stærð. Tveimur mínútum síðar reið yfir annar stór skjálfti sem var 4,3 að stærð. Skjálftarnir í dag hafa mælst á grynnra dýpi en í gær sem sérfræðingur segir benda til kvikuhlaups.

Stór skjálfti að stærð 4,7 við Fagradalsfjall

Stærsti skjálftinn í yfirstandandi jarðskjálftahrinu við Fagradalsfjall reið yfir klukkan 17:48. Samkvæmt mælingum á vef Veðurstofunnar var skjálftinn 5,4 að stærð.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×