Fótbolti

Hákon og Ísak spiluðu þegar FCK steinlá

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Ísak Bergmann Jóhannesson.
Ísak Bergmann Jóhannesson. Lars Ronbog/Getty Images

Danmerkurmeisturum FCK var skellt þegar liðið heimsótti Viborg í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Skagamennirnir Ísak Bergmann Jóhannesson og Hákon Arnar Haraldsson voru báðir í byrjunarliði FCK og þeir fengu draumabyrjun því Viktor Claesson kom FCK í forystu strax á sjöundu mínútu.

Í kjölfarið tók Viborg öll völd á vellinum og náðu forystunni fyrir leikhlé.

Viborg komst í 3-1 snemma í síðari hálfleik en Pep Biel minnkaði muninn aftur fyrir FCK eftir klukkutíma leik og eygðu meistararnir von um endurkomu.

Það varð ekki því Viborg átti lokaorðið í leiknum með marki í uppbótartíma og lokatölur því 4-2 fyrir Viborg.

Annað tap FCK í fyrstu þremur umferðum deildarinnar staðreynd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×