Innlent

Leiðin­legt að fólk geti ekki skemmt sér fal­lega

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Slökkviliðið biður fólk um að fara varlega.
Slökkviliðið biður fólk um að fara varlega. Vísir/Vilhelm

Slökkviliðið segir leiðinlegt að fólk geti ekki skemmt sér fallega en farið var í fjölmarga sjúkraflutninga í nótt. Flest útköllin voru tengd skemmtanalífi í miðborginni.

Alls sinnti slökkviliðið 25 sjúkraflutningum eftir miðnætti sem telst óvenjumikið samkvæmt færslu slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.

Þó þurfti ekki þurfti að ræsa út slökkvibíla og tekur slökkviliðið því fagnandi: „Ef það er rólegt hjá okkur þá gengur öllum vel.“



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×