Innlent

Mikið um óspektir og sjö gistu fangageymslu

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Mikið var um ölvun í miðbænum í nótt.
Mikið var um ölvun í miðbænum í nótt. Vísir/Ólafur

Mikið var um ölvun og óspektir á höfuðborgarsvæðinu í nótt og sjö gistu fangageymslur, þar á meðal kona sem hafði ítrekað reynt að sparka og bíta í lögreglumenn.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þar segir einnig að tilkynnt hafi verið um að ölvuðum manni væri haldið af dyravörðum í miðbænum. Hann handtekinn vegna líkamsárásar og vistaður í fangageymslu lögreglu vegna ástands.

Þá var einnig tilkynnt um konu í annarlegu ástandi í miðbænum en hafði hún kastað öli yfir dyraverði. „Þegar lögregla ræddi við hana missti hún stjórn á skapi sínu og reyndi ítrekað að sparka og bíta lögreglumenn og var hún vistuð í fangageymslu lögreglu vegna ástands,“ segir í tilkynningu.

Lögreglan hefur að auki til rannsóknar innbrot í gám í Grafarholti þar sem búið var að stela verkfærum. 

Loks var tilkynnt var tilkynnt um slagsmál á skemmtistað í Breiðholtinu og því lýst að um að 6-7 hefðu verið að slást. Þegar lögreglu bar að garði hafði mannskapurinn róast.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×