„Kveikir á streyminu, færð Helga inn í tjaldið, allir í stuði“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. júlí 2022 20:30 Helgi var í feiknastuði þegar fréttastofa ræddi við hann um tónleikana, sem verða annað kvöld. Vísir/Bjarni Þó að stór hluti þjóðarinnar þeysist nú landshlutanna á milli eru alltaf einhverjir sem ákveða að vera heima og taka því rólega yfir verslunarmannahelgina. Sá hópur er þó langt frá því að vera dæmdur til að sitja auðum höndum og láta sér leiðast. Tónlistarmaðurinn Helgi Björnsson ætlar að blása til tónleika sem verða aðgengilegir hvar sem er á landinu, hvort sem fólk er heima eða á ferð og flugi. „Við ætlum að vera bara með gargandi stuð og stemningu eins og við erum vanir. Við verðum í beinni útsendingu á laugardagskvöldið, klukkan níu. Fólk getur nálgast þetta á mjög einfaldan hátt. Fullt af gestum, óvæntir. Við reynum að koma fólki á óvart eins og venjulega,“ sagði Helgi í samtali við fréttastofu, þar sem hann tók sér smá hlé frá tónleikaundirbúningi. Tónleikarnir verða aðgengilegir á vefsíðunni helgibjorns.is. Helgi segir að líklega sé um að ræða stærstu hátíð helgarinnar. „Það eru margir af þessum hátíðarhöldurum pínulítið viðkvæmir fyrir því hvaða hátíð er stærst. Þess vegna segi ég, við gerðum þetta í fyrra og þá áætlum við að 35 til 45 þúsund manns hafi verið að horfa á okkur. Þannig að ég veit ekki hvort einhver annar getur toppað það,“ segir Helgi. Tónleikarnir séu fyrir alla, heima og að heiman. „Og meira að segja, þá gætir þú verið í tjaldinu á Þjóðhátíð, grenjandi rigning úti, ekkert skemmtilegt í brekkunni. Búmm! Kveikir á streyminu, færð Helga inn í tjaldið, allir í stuði. Er það ekki eitthvað?“ Fréttastofa fékk örlítið sýnishorn af því sem vænta má á tónleikunum annað kvöld, en það má sjá í spilaranum hér að ofan. Tónlist Mest lesið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Fleiri fréttir Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Helgi Björnsson ætlar að blása til tónleika sem verða aðgengilegir hvar sem er á landinu, hvort sem fólk er heima eða á ferð og flugi. „Við ætlum að vera bara með gargandi stuð og stemningu eins og við erum vanir. Við verðum í beinni útsendingu á laugardagskvöldið, klukkan níu. Fólk getur nálgast þetta á mjög einfaldan hátt. Fullt af gestum, óvæntir. Við reynum að koma fólki á óvart eins og venjulega,“ sagði Helgi í samtali við fréttastofu, þar sem hann tók sér smá hlé frá tónleikaundirbúningi. Tónleikarnir verða aðgengilegir á vefsíðunni helgibjorns.is. Helgi segir að líklega sé um að ræða stærstu hátíð helgarinnar. „Það eru margir af þessum hátíðarhöldurum pínulítið viðkvæmir fyrir því hvaða hátíð er stærst. Þess vegna segi ég, við gerðum þetta í fyrra og þá áætlum við að 35 til 45 þúsund manns hafi verið að horfa á okkur. Þannig að ég veit ekki hvort einhver annar getur toppað það,“ segir Helgi. Tónleikarnir séu fyrir alla, heima og að heiman. „Og meira að segja, þá gætir þú verið í tjaldinu á Þjóðhátíð, grenjandi rigning úti, ekkert skemmtilegt í brekkunni. Búmm! Kveikir á streyminu, færð Helga inn í tjaldið, allir í stuði. Er það ekki eitthvað?“ Fréttastofa fékk örlítið sýnishorn af því sem vænta má á tónleikunum annað kvöld, en það má sjá í spilaranum hér að ofan.
Tónlist Mest lesið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Fleiri fréttir Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sjá meira