Kemur Wiegman enskum loks til fyrirheitna landsins? Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 31. júlí 2022 09:00 Sarina Wiegman, sem ræðir hér við Leah Williamson, fyrirliða enska landsliðsins, getur orðið fyrst allra til að gera tvær þjóðir að Evrópumeisturum. getty/Alex Livesey Enskt A-landslið fær í dag möguleika á að vinna stórmót í fyrsta sinn síðan 1966. Þá var England á heimavelli líkt og nú. Evrópumóti kvenna lýkur í dag þegar England og Þýskaland mætast í úrslitaleik á Wembley. Enska kvennalandsliðið hefur aldrei unnið stórmót og raunar hefur enskt A-landslið bara einu sinni unnið stóran titil. Það gerðist 1966 þegar enska karlalandsliðið sigraði Vestur-Þýskaland í úrslitaleik HM á gamla Wembley. England og Þýskaland mætast nú aftur í úrslitaleik stórsmóts á Wembley en nokkuð ljóst er að „draugamark“ mun ekki hafa afgerandi áhrif á gang mála að þessu sinni eins og fyrir 56 árum. Fyrir þá sem ekki þekkja kom Geoff Hurst Englendingum í 3-2 í framlengingu í úrslitaleik HM 1966 þegar skot hans fór í slána og niður. Svissneski dómarinn Gottfried Dienst og sovéski línuvörðurinn Tofiq Bahramov mátu það sem svo að boltinn hefði farið inn fyrir línuna og dæmdu mark sem er ein umdeildasta ákvörðun fótboltasögunnar. Ljóst er að ekkert slíkt vafaatriði mun koma upp í dag þar sem dómaratríóið nýtur aðstoðar marklínutækni. Geoff Hurst skorar markið umdeilda í úrslitaleik HM 1966.getty/Central Press Sem fyrr sagði hefur enska kvennalandsliðið aldrei unnið stórmót. En við stjórnvölinn hjá liðinu er þjálfari sem þekkir það. Sarina Wiegman stýrði Hollendingum til sigurs á EM á heimavelli 2017. Hún kom Hollandi svo í úrslit HM 2019 og tók svo við enska landsliðinu eftir Ólympíuleikana í fyrra. Óhætt er að segja að árangur enska landsliðsins undir stjórn Wiegmans hafi verið framúrskarandi. England hefur unnið sautján leiki af nítján, skorað 104 mörk og aðeins fengið á sig fjögur. Englendingar hafa verið óstöðvandi á EM og unnið alla fimm leiki sína með markatölunni 20-1. England vann meðal annars Noreg, 8-0, í riðlakeppninni og Svíþjóð, 4-0, í undanúrslitunum á þriðjudaginn. Alexandra Popp, fyrirliði Þýskalands, fagnar einu sex marka sinna á EM.getty/Naomi Baker Þjóðverjar hafa einnig unnið alla leiki sína á EM og aðeins fengið á sig eitt mark þótt þeir hafi fallið í skuggann af Englendingum. Þýskaland vann alla leiki sína í riðlakeppninni með markatölunni 9-0, sigraði Austurríki, 2-0, í átta liða úrslitunum og Frakkland, 2-1, í undanúrslitunum. Ólíkt Englandi þekkir þýska kvennalandsliðið það vel að vinna stórmót. Þjóðverjar urðu heimsmeistarar 2003 og 2007, Ólympíumeistarar 2016 og Evrópumeistarar 1989, 1991, 1995, 1997, 2001, 2005, 2009 og 2013. Í úrslitaleik EM 2009 vann Þýskaland stórsigur á Englandi, 6-2. Þótt sagan og hefðin sé vissulega með Þjóðverjum í liði er vert að geta þess að aðeins þrír leikmenn í þýska hópnum hafa unnið stórmót með landsliðinu. Þær Sara Däbritz, Svenja Huth og Alexandra Popp voru í þýska liðinu sem varð Ólympíumeistari í Ríó 2016. Sú síðarnefnda er fyrirliði Þýskalands og er markahæst á EM með sex mörk ásamt hinni ensku Beth Mead. Just match remains! Who'll be crowned #WEUROTopScorer? #WEURO2022 pic.twitter.com/hpSpPOSCVN— UEFA Women's EURO 2022 (@WEURO2022) July 29, 2022 Englendingar eru mun sigurstranglegri fyrir leikinn á Wembley sem hefst klukkan 16:00 í dag. Þó er varasamt að vanmeta Þjóðverja sem hafa læðst með veggjum á Englandi undanfarnar vikur og finndist eflaust fátt skemmtilegra en að eyðileggja partíið fyrir enskum. EM 2022 í Englandi Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Sjá meira
Evrópumóti kvenna lýkur í dag þegar England og Þýskaland mætast í úrslitaleik á Wembley. Enska kvennalandsliðið hefur aldrei unnið stórmót og raunar hefur enskt A-landslið bara einu sinni unnið stóran titil. Það gerðist 1966 þegar enska karlalandsliðið sigraði Vestur-Þýskaland í úrslitaleik HM á gamla Wembley. England og Þýskaland mætast nú aftur í úrslitaleik stórsmóts á Wembley en nokkuð ljóst er að „draugamark“ mun ekki hafa afgerandi áhrif á gang mála að þessu sinni eins og fyrir 56 árum. Fyrir þá sem ekki þekkja kom Geoff Hurst Englendingum í 3-2 í framlengingu í úrslitaleik HM 1966 þegar skot hans fór í slána og niður. Svissneski dómarinn Gottfried Dienst og sovéski línuvörðurinn Tofiq Bahramov mátu það sem svo að boltinn hefði farið inn fyrir línuna og dæmdu mark sem er ein umdeildasta ákvörðun fótboltasögunnar. Ljóst er að ekkert slíkt vafaatriði mun koma upp í dag þar sem dómaratríóið nýtur aðstoðar marklínutækni. Geoff Hurst skorar markið umdeilda í úrslitaleik HM 1966.getty/Central Press Sem fyrr sagði hefur enska kvennalandsliðið aldrei unnið stórmót. En við stjórnvölinn hjá liðinu er þjálfari sem þekkir það. Sarina Wiegman stýrði Hollendingum til sigurs á EM á heimavelli 2017. Hún kom Hollandi svo í úrslit HM 2019 og tók svo við enska landsliðinu eftir Ólympíuleikana í fyrra. Óhætt er að segja að árangur enska landsliðsins undir stjórn Wiegmans hafi verið framúrskarandi. England hefur unnið sautján leiki af nítján, skorað 104 mörk og aðeins fengið á sig fjögur. Englendingar hafa verið óstöðvandi á EM og unnið alla fimm leiki sína með markatölunni 20-1. England vann meðal annars Noreg, 8-0, í riðlakeppninni og Svíþjóð, 4-0, í undanúrslitunum á þriðjudaginn. Alexandra Popp, fyrirliði Þýskalands, fagnar einu sex marka sinna á EM.getty/Naomi Baker Þjóðverjar hafa einnig unnið alla leiki sína á EM og aðeins fengið á sig eitt mark þótt þeir hafi fallið í skuggann af Englendingum. Þýskaland vann alla leiki sína í riðlakeppninni með markatölunni 9-0, sigraði Austurríki, 2-0, í átta liða úrslitunum og Frakkland, 2-1, í undanúrslitunum. Ólíkt Englandi þekkir þýska kvennalandsliðið það vel að vinna stórmót. Þjóðverjar urðu heimsmeistarar 2003 og 2007, Ólympíumeistarar 2016 og Evrópumeistarar 1989, 1991, 1995, 1997, 2001, 2005, 2009 og 2013. Í úrslitaleik EM 2009 vann Þýskaland stórsigur á Englandi, 6-2. Þótt sagan og hefðin sé vissulega með Þjóðverjum í liði er vert að geta þess að aðeins þrír leikmenn í þýska hópnum hafa unnið stórmót með landsliðinu. Þær Sara Däbritz, Svenja Huth og Alexandra Popp voru í þýska liðinu sem varð Ólympíumeistari í Ríó 2016. Sú síðarnefnda er fyrirliði Þýskalands og er markahæst á EM með sex mörk ásamt hinni ensku Beth Mead. Just match remains! Who'll be crowned #WEUROTopScorer? #WEURO2022 pic.twitter.com/hpSpPOSCVN— UEFA Women's EURO 2022 (@WEURO2022) July 29, 2022 Englendingar eru mun sigurstranglegri fyrir leikinn á Wembley sem hefst klukkan 16:00 í dag. Þó er varasamt að vanmeta Þjóðverja sem hafa læðst með veggjum á Englandi undanfarnar vikur og finndist eflaust fátt skemmtilegra en að eyðileggja partíið fyrir enskum.
EM 2022 í Englandi Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Sjá meira