Fréttir

Met­fjöldi að­fluttra á öðrum árs­fjórðungi

Árni Sæberg skrifar
Hagstofa Íslands heldur utan um fjölda fólks á Íslandi.
Hagstofa Íslands heldur utan um fjölda fólks á Íslandi. Vísir/Vilhelm

Landsmönnum fjölgaði um 4.090 á öðrum ársfjórðungi 2022 og þar af voru 3.600 sem fluttu til landsins umfram brottflutta.

Í lok annars ársfjórðungs 2022 bjuggu 381.370 manns á Íslandi, 195.990 karlar, 185.290 konur og eitt hundrað kynsegin eða annað. Landsmönnum fjölgaði því um 4.090 á ársfjórðungnum. Á höfuðborgarsvæðinu bjuggu 243.550 manns en 137.820 á landsbyggðinni, að því er segir á vef Hagstofunnar.

3.600 einstaklingar fluttu til landsins umfram brottflutta á árfjórðungnum sem leið en aldrei hafa fleiri flust til landsins frá því að Hagstofan byrjaði að birta tölur um flutninga eftir ársfjórðungum seinnipart árs 2009.

Aðfluttir með íslenskt ríkisfang voru 90 umfram brottflutta en flestir fluttu frá Danmörku, Noregs og Svíþjóðar en það voru einnig þau lönd sem flestir fluttu til.

Pólland var upprunaland flestra erlendra ríkisborgara en þaðan fluttust 1.170 manns til landsins af alls 4.520 erlendum innflytjendum. Úkraína kom þar næst á eftir, en þaðan fluttust 980 erlendir ríkisborgarar til landsins. Erlendir ríkisborgarar voru 59.490 eða 15,6 prósent af heildarmannfjöldanum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×