Farþega Condor-vélarinnar leið eins og íslensk stjórnvöld hafi tekið hann í gíslingu Eiður Þór Árnason skrifar 27. júlí 2022 16:21 Að sögn lögreglu var neyðaráætlun vegna flugverndar virkjuð á Keflavíkurflugvelli eftir að tilkynningin barst um sprengjuhótun. Ljósmyndin tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Vísir/Vilhelm Farþegi um borð í flugvél sem lent var óvænt á Keflavíkurflugvelli á mánudag vegna sprengjuhótunar segist í fyrstu ekki hafa fengið neinar skýringar frá lögreglunni og liðið eins og hann hafi verið tekinn til fanga. Í myndskeiði sem hann birtir á miðlinum TikTok sýnir hann frá því þegar farþegar voru fluttir úr vélinni í flugskýli, þeir myndaðir af lögreglu og farangur þeirra fjarlægður. Um var að ræða farþega um borð í farþegaþotu þýska flugfélagsins Condor sem var á leið frá Frankfurt til Seattle í Bandaríkjunum. Flugvélinni var snúið við yfir Grænlandi síðdegis á mánudag eftir að áhöfn tilkynnti að einhver hafi skrifað enska orðið bomb, eða sprengja, á spegil inn á salerni vélarinnar. @winniethejroo what a crazy experience.. still here in iceland will update soon wish me luck Stranger Things - Kyle Dixon & Michael Stein Engin sprengja fannst um borð „Ég var tekinn í gíslingu af íslenskum stjórnvöldum,“ skrifar farþeginn sem gengur undir heitinu Winnie The Jroo á TikTok þegar hann er kominn um borð í rútu á flugbraut Keflavíkurflugvallar. Í bakgrunni sjást lögreglumenn framkvæma líkamsleit á öðrum farþegum. Næst segir hann að lögregla hafi skipt farþegunum upp í hópa og bannað þeim að fara á salernið án þess að veita nokkrar upplýsingar um það hvers vegna fólkið var statt á Íslandi. Síðar fékk hann að vita að aðgerðir lögreglunnar hafi komið til vegna tilkynningar um sprengjuhótun. Greint hefur verið frá því að engin sprengja hafi fundist um borð í flugvélinni og sagði Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, síðdegis í gær að ekki væri vitað hver bæri ábyrgð á hótuninni. Rúm milljón manna hafa horft á myndbandið á TikTok þegar þetta er skrifað en Winnie The Jroo er með 1,5 milljónir fylgjenda á miðlinum. Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Reykjanesbær Tengdar fréttir Aðgerðir viðbragðsaðila vegna sprengjuhótunar hafi gengið afbragðsvel Lögreglustjórinnn á Suðurnesjum segir aðgerðir viðbragðsaðila á Keflavíkurflugvelli, vegna sprengjuhótunar um borð í flugvél á leið frá Frankfurt til Seattle, hafa gengið afbragðsvel. Enn sé ekki vitað hver hafi borið ábyrgð á hótuninni. 26. júlí 2022 20:46 Ekkert hafi fundist en rannsóknarvinna haldi áfram Lögregla hefur nú lokið rannsóknarvinnu á vettvangi vegna flugvélarinnar sem lenti á Keflavíkurflugvelli í dag vegna sprengjuhótunar. 25. júlí 2022 22:07 Lent á Keflavíkurflugvelli vegna sprengjuhótunar Flugvél lenti á Keflavíkurflugvelli klukkan 16:22 í dag vegna sprengjuhótunar. Vélin var á leið frá Frankfurt til Seattle og var henni snúið við yfir Grænlandi. 25. júlí 2022 17:45 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira
Í myndskeiði sem hann birtir á miðlinum TikTok sýnir hann frá því þegar farþegar voru fluttir úr vélinni í flugskýli, þeir myndaðir af lögreglu og farangur þeirra fjarlægður. Um var að ræða farþega um borð í farþegaþotu þýska flugfélagsins Condor sem var á leið frá Frankfurt til Seattle í Bandaríkjunum. Flugvélinni var snúið við yfir Grænlandi síðdegis á mánudag eftir að áhöfn tilkynnti að einhver hafi skrifað enska orðið bomb, eða sprengja, á spegil inn á salerni vélarinnar. @winniethejroo what a crazy experience.. still here in iceland will update soon wish me luck Stranger Things - Kyle Dixon & Michael Stein Engin sprengja fannst um borð „Ég var tekinn í gíslingu af íslenskum stjórnvöldum,“ skrifar farþeginn sem gengur undir heitinu Winnie The Jroo á TikTok þegar hann er kominn um borð í rútu á flugbraut Keflavíkurflugvallar. Í bakgrunni sjást lögreglumenn framkvæma líkamsleit á öðrum farþegum. Næst segir hann að lögregla hafi skipt farþegunum upp í hópa og bannað þeim að fara á salernið án þess að veita nokkrar upplýsingar um það hvers vegna fólkið var statt á Íslandi. Síðar fékk hann að vita að aðgerðir lögreglunnar hafi komið til vegna tilkynningar um sprengjuhótun. Greint hefur verið frá því að engin sprengja hafi fundist um borð í flugvélinni og sagði Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, síðdegis í gær að ekki væri vitað hver bæri ábyrgð á hótuninni. Rúm milljón manna hafa horft á myndbandið á TikTok þegar þetta er skrifað en Winnie The Jroo er með 1,5 milljónir fylgjenda á miðlinum.
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Reykjanesbær Tengdar fréttir Aðgerðir viðbragðsaðila vegna sprengjuhótunar hafi gengið afbragðsvel Lögreglustjórinnn á Suðurnesjum segir aðgerðir viðbragðsaðila á Keflavíkurflugvelli, vegna sprengjuhótunar um borð í flugvél á leið frá Frankfurt til Seattle, hafa gengið afbragðsvel. Enn sé ekki vitað hver hafi borið ábyrgð á hótuninni. 26. júlí 2022 20:46 Ekkert hafi fundist en rannsóknarvinna haldi áfram Lögregla hefur nú lokið rannsóknarvinnu á vettvangi vegna flugvélarinnar sem lenti á Keflavíkurflugvelli í dag vegna sprengjuhótunar. 25. júlí 2022 22:07 Lent á Keflavíkurflugvelli vegna sprengjuhótunar Flugvél lenti á Keflavíkurflugvelli klukkan 16:22 í dag vegna sprengjuhótunar. Vélin var á leið frá Frankfurt til Seattle og var henni snúið við yfir Grænlandi. 25. júlí 2022 17:45 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira
Aðgerðir viðbragðsaðila vegna sprengjuhótunar hafi gengið afbragðsvel Lögreglustjórinnn á Suðurnesjum segir aðgerðir viðbragðsaðila á Keflavíkurflugvelli, vegna sprengjuhótunar um borð í flugvél á leið frá Frankfurt til Seattle, hafa gengið afbragðsvel. Enn sé ekki vitað hver hafi borið ábyrgð á hótuninni. 26. júlí 2022 20:46
Ekkert hafi fundist en rannsóknarvinna haldi áfram Lögregla hefur nú lokið rannsóknarvinnu á vettvangi vegna flugvélarinnar sem lenti á Keflavíkurflugvelli í dag vegna sprengjuhótunar. 25. júlí 2022 22:07
Lent á Keflavíkurflugvelli vegna sprengjuhótunar Flugvél lenti á Keflavíkurflugvelli klukkan 16:22 í dag vegna sprengjuhótunar. Vélin var á leið frá Frankfurt til Seattle og var henni snúið við yfir Grænlandi. 25. júlí 2022 17:45