Innlent

Lent á Kefla­víkur­flug­velli vegna sprengju­hótunar

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Flugvélin lenti óvænt á Keflavíkurflugvelli í dag.
Flugvélin lenti óvænt á Keflavíkurflugvelli í dag. Vísir/Vilhelm

Flugvél lenti á Keflavíkurflugvelli klukkan 16:22 í dag vegna sprengjuhótunar. Vélin var á leið frá Frankfurt til Seattle og var henni snúið við yfir Grænlandi.

Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri hjá lögreglunni á Suðurnesjum segir 266 farþega hafa verið í vélinni og séu þeir nú að ganga frá borði.

Aðspurður hvort einhver fótur hafi verið fyrir hótuninni segir Úlfar, „þetta er auðvitað bara aðgerð sem er í fullum gangi og í raun og veru ekkert meira að segja um stöðu mála að svo stöddu.“

Uppfært klukkan 18:40:

Samkvæmt tilkynningu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum gekk vel að rýma vélina og eru aðgerðir viðbragðsaðila enn í gangi á vettvangi. Sprengjusveit sérsveitar ríkislögreglustjóra sé að störfum í vélinni en enginn sprengja hafi fundist í vélinni þegar tilkynning barst klukkan 18:37.

Uppfært klukkan 18:58:

Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins skrifaði einhver farþegi vélarinnar „BOMB“ á spegilinn á salerni vélarinnar. Ekki sé vitað hver skrifaði orðið á spegilinn eða af hverju. 

Uppfært klukkan 20:03

Í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum segir að leit í farþegarými vélarinnar sé lokið en að leit standi yfir í lest vélarinnar. Ekkert óeðlilegt hafi fundist. 

Fréttin hefur verið uppfærð.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×