Innlent

Símatímar falla niður vegna manneklu

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Símatímar falla niður vegna manneklu.
Símatímar falla niður vegna manneklu. Vísir/Vilhelm

Símatímar heilsugæslulækna Heilbrigðisstofnun Vesturlands falla niður í dag vegna manneklu. Í símsvara Heilbrigðisstofnunarinnar er beðist velvirðingar á því að símatímarnir falli niður.

Þórir Bergmundsson er framkvæmdastjóri lækninga á Heilbrigðisstofnun Vesturlands. Í samtali við fréttastofu leggur hann áherslu að bráðum málum sé ávallt sinnt. Það hafi hins vegar reynst mjög erfitt yfir sumartímann að fá afleysingar. 

„Það eru sumarfrí í gangi og takmarkað sem hægt er að sinna. Það þarf hins vegar að koma fram að það er alltaf hægt að hafa samband út af bráðum málum og þá eru þau rædd símleiðis og viðkomandi boðaður í skoðun eftir því sem við á. Það eru hins vegar þessir tímar vegna vandamála sem eru ekki bráð, það er mun erfiðara að sinna því.“

Það séu hins vegar ekki nýjar fréttir að erfiðlega gangi að fá fólk í afleysingar yfir sumartímann. 

„Þetta mætti auðvitað vera betra. Það er helst á Akranesi og í Borgarnesi þar sem það er lengri biðtími eftir símatímum, það getur verið þrjár til fjórar vikur. Því miður getur biðtíminn verið það mikill þegar mest lætur,“ segir Þórir að lokum.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.