Lífið

Berdreymi vann til verðlauna í Sarajevó

Bjarki Sigurðsson skrifar
Áskell Einar Pálmason (t.v.) og Blær Hinriksson er þeir tóku á móti verðlaununum.
Áskell Einar Pálmason (t.v.) og Blær Hinriksson er þeir tóku á móti verðlaununum. Mario Ilic

Kvikmyndin Berdreymi vann til verðlauna á Omladinski-kvikmyndahátíðinni sem fram fór í Sarajevó í Bosníu og Hersegóvínu í síðustu viku. Leikarinn Blær Hinriksson hlaut einnig verðlaun á hátíðinni.

Berdreymi var valin besta myndin í flokknum „Generation Features“ á hátíðinni en það voru leikararnir Áskell Einar Pálmason og Blær Hinriksson sem tóku á móti verðlaununum fyrir hönd aðstandenda myndarinnar.

Blær fékk einnig verðlaun á hátíðinni fyrir besta leik í myndunum Berdreymi og Hjartasteinn. Í samtali við Vísi á dögunum sagði Blær að hátíðin væri stórkostleg.

„Maður lifir smá eins og stjarna hérna. Ég vissi ekkert hvað ég væri að fara út í eða hversu stór kvikmyndahátíð þetta væri. Það er svo oft með svona hátíðir, maður veit ekki hvort það séu tíu manns að fara að horfa á myndina eða fullt af fólki. Þetta er ágætlega stór hátíð og maður er eins og stjarna hérna,“ sagði Blær.

Áskell og Blær.Mario Ilic

Tengdar fréttir

Líður eins og stjörnu í Sarajevó

Blær Hinriksson vann í vikunni til verðlauna á kvikmyndahátíð í Sarajevó í Bosníu og Hersegóvínu. Blær fékk verðlaun fyrir besta unga leikara í kvikmyndaflokki fyrir myndirnar Hjartastein og Berdreymi.

Berdreymi verðlaunuð í Póllandi

FIPRESCI hafa valið Berdreymi eftir Guðmund Arnar Guðmundsson sem bestu kvikmyndina í aðal keppni kvikmyndahátíðarinnar OFF CAMERA í Póllandi.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.