Fótbolti

Agla María: Lærði helling þó spiltíminn hafi verið lítill

Hjörvar Ólafsson skrifar
Agla María Albertsdóttir er komin aftur í Blikabúninginn. 
Agla María Albertsdóttir er komin aftur í Blikabúninginn.  Mynd/Breiðablik

Agla María Albertsdóttir er sátt við að vera kominn aftur í Breiðablik eftir skammvinna dvöl hjá sænska félaginu Häcken. 

„Ég er búin að læra helling og fá heilmikið út úr þessu þó svo að spiltíminn hafi verið af skornum skammti. Ég hefði viljað spilað meira og ég er ánægð að vera komin aftur á stað sem ég þekki mjög vel," segir Agla María Albertsdóttir um tíma sinn hjá Häcken og endurkomuna í Blika. 

Agla María gekk til liðs við Häcken frá Breiðabliki í upphafi þessa árs en náði ekki að festa sig í sessi hjá sænska liðinu. Af þeim sökum er hún komin aftur í Kópavoginn þar sem hún mun leika sem lánsmaður út yfirstandandi leiktíð. 

„Það er góð tilfinning að vera komin aftur í Kópavoginn. Það er gott þjálfarateymi og sterkur hópur leikmanna sem ég hef spilað með áður. Nú hlakka ég bara til að fá að spila meira," segir kantmaðurinn öflugi. 

Landsliðskonan ræddi einnig um upplifun sína af Evrópumótinu í Englandi í viðtalinu sem sjá má í heild sinni hér að neðan. Agla María kom inná sem varamaður á móti Belgum og Ítölum og byrjaði svo leikinn geng Frökkum í lokaumferð riðlakeppninnar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×