Innlent

Kaupmáttur á niðurleið vegna mikillar verðbólgu

Heimir Már Pétursson skrifar
Almenningur hefur fundið fyrir því undanfarið að það fæst minna fyrir mánaðarlaunin.
Almenningur hefur fundið fyrir því undanfarið að það fæst minna fyrir mánaðarlaunin. Vísir/Vilhelm

Kaupmáttur heldur áfram að minnka með aukinni verðbólgu og er nú svipaður og hann var í desember 2020. Hagsjá Landsbankans spáir áframhaldandi kaupmáttarrýrnun. Á síðustu tólf mánuðum hafa laun á veitinga- og gististöðum hækkað meira en í öðrum atvinnugreinum.

Hér sést samanburður á þróun launa annars vegar og kaupmáttar hins vegar.Hagsjá Landsbankans

Kaupmáttur launa náði sögulegu hámarki í janúar á þessu ári eftir stigvaxandi aukningu allt frá haustmánuðum 2015. Eftir að verðbólga fór að hækka hratt skömmu fyrir síðustu áramót tók kaupmáttur að minnka í sumar.

Hér má sjá hækkanir launa frá því í janúar 2015 til febrúar 2022.Hagsjá Landsbankans

Í Hagsjá Landsbankans í dag kemur fram að kaupmáttur í júní síðast liðnum hafi verið 2,9 prósentum minni en í janúar á þessu ári en þá hafi kaupmátturinn náð sögulegu hámarki. Kaupmáttarrýrnunin milli júní á þessu ári og júní í fyrra væri þó öllu minni eða 0,9 prósent og hefði þá ekki verið minni frá því í desember 2020.

Þessi mynd sýnir hækkun launahækkanir síðustu tólf mánuðina á almenna vinnumarkaðnum annars vegar og hinum opinbera hins vegar sem síðan er greint á milli ríkis og sveitarfélaga. Skýringin sem gefin hefur verið á meiri hækkunum hjá sveitarfélögunum er að í gildandi kjarasamningum var lögð áhersla á hækkun lægstu launa.Hagsjá Landsbankans

Í Hagsjánni segir að reikna megi með að kaupmáttur haldi áfram að minnka þar sem verðbólgan væri enn mikil og og ekki verði frekari launahækkanir á gildistíma núgildandi kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Þeir renna sitt skeið í október og má búast við að erfiðlega gangi að gera nýja samninga í haust í því óvissuásandi sem nú ríkir.

Ástandið á vinnumarkaðnum þar sem mikil eftirspurn er eftir starfsfólki hjá veitingahúsum og gististöðum endurspeglast í launaþróuninni undanfarna 12 mánuði. Þannig hækkaði launavísitala almennt um 8,5 prósent frá apríl í fyrra til apríl í ár.

Súlurnar sína launahækkanir eftir atvinnugreinum. Laun á veitinga- og gistustöðum hafa hækkað fjórum prósentustigum meira en þar sem hækkunin var mest í öðrum atvinnugreinum.Hagsjá Landsbankans

Að jafnaði var hækkuðu laun örlítið meira á opinbera vinnumarkaðnum en hinum almenna en þó öllu meira hjá sveitarfélögunum. Hins vegar hækkuðu laun um 12,7 prósent á veitinga- og gististöðum, sem vætnanlega hafa þurft að hækka laun til að fá til sín starfsfólk eftir lágdeyðuna sem fylgdi kórónuveirufaraldrinum.


Tengdar fréttir

Spá því að verð­bólga aukist á­fram og stýri­vextir verði hækkaðir

Verðbólgan mældist tæplega tíu prósent í júlí og var langt umfram spár viðskiptabankanna. Forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans segir að gera megi ráð fyrir frekari stýrivaxtahækkunum frá Seðlabankanum í ljósi stöðunnar. Hagfræðiprófessor segir að það taki tíma fyrir aðgerðir stjórnvalda til að bíta, með tilheyrandi aðhaldi og óvissu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×