Innlent

Telja tækni­lega bilun vera á­stæðu nauð­lendingarinnar

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Flugvélinni var lent á melum uppi á Nýjabæjarfjalli og mikil mildi var að ekki hafi farið verr.
Flugvélinni var lent á melum uppi á Nýjabæjarfjalli og mikil mildi var að ekki hafi farið verr. Landhelgisgæslan

Rannsakendur hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa telja að ástæða nauðlendingar á Nýjabæjarfjalli, stuttu frá Akureyri, á laugardag hafi verið tæknileg bilun í flugvélinni.

Þetta segir  Ragnar Guðmundsson rannsakandi hjá flugsviði Rannsóknarnefndar í samtali við fréttastofu. Ragnar kom til Akureyrar í gær ásamt öðrum rannsakanda frá nefndinni og fóru þeir að nauðlendingarstaðnum síðdegis í gær. Hann var nýkominn af vettvangi þegar fréttastofa náði af honum tali. 

Magnús Pálmar Jónsson sigmaður hjá Landhelgisgæslunni lýsti því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að aðstæður á nauðlendingarstaðnum hafi verið góðar. Þyrla Gæslunnar var kölluð út til aðstoðar mönnunum, sem voru í flugvél af gerðinni ICP Savannah S, þar sem þeir höfðu lent í mikilli hæð og voru ekki útbúnir í mikla göngu. 

Ragnar segir að flugvélin sé í góðu ásigkomulagi en upp hafi komið tæknileg bilun. Flugmaðurinn hafi tekið rétta ákvörðun að lenda þar sem hann lenti. Þá sé um að ræða samskonar vél og nauðlenti á ísilögðu Þingvallavatni í mars 2020. 


Tengdar fréttir

Vel gert hjá flug­manninum að koma vélinni niður

Mikil heppni var að flugmaður flugvélar sem nauðlenti á Nýjabæjarfjalli í gær hafi fundið svo góðan stað til að lenda. Flugmaðurinn og farþeginn sluppu báðir með skrekkinn en þyrla Landhelgisgæslunnar kom þeim til aðstoðar þar sem þeir lentu í þúsund metra hæð.

Flug­vél nauð­lenti í Tungudal

Lítil flugvél nauðlenti í um tuttugu mínútna fjarlægð frá Akureyrarflugvelli í kringum sjöleitið í kvöld. Tveir voru um borð og eru þeir báðir óslasaðir.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×