Innlent

Hefja at­hugun á starf­semi tveggja vöggu­stofa

Bjarki Sigurðsson skrifar
Skjáskot af blaðamynd af svefnherbergi vöggustofu i Reykjavík.
Skjáskot af blaðamynd af svefnherbergi vöggustofu i Reykjavík. Skjáskot

Borgarráð samþykkti á fundi sínum í dag að skipa nefnd um heildstæða athugun á starfsemi vöggustofu að Hlíðarenda og Vöggustofu Thorvaldsenfélagsins. Börn sem dvöldu á vöggustofunum hafa bent á að sum barna hafi hlotið varanlega skaða vegna rofs á tilfinningalegum þroska þeirra.

Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að nefndin skuli vera sjálfstæð og óháð í störfum sínum. Henni verður heimilt að kalla eftir aðstoð og upplýsingum frá aðilum innan og utan stjórnkerfis borgarinnar við einstaka þætti athugunarinnar.

Kjartan Björgvinsson, héraðsdómari, verður formaður nefndarinnar en ásamt honum munu Urður Njarðvík, prófessor í barnasálfræði, og Ellý Alda Þorsteinsdóttir, félagsráðgjafi, eiga sæti í nefndinni. Starfsmaður nefndarinnar verður Trausti Fannar Valsson, lögfræðingur og dósent við Háskóla Íslands.

Fundir nefndarinnar verða lokaðir og eru nefndarmenn og starfsmaður bundnir þagnarskyldu um málefni er varða einkalíf fólks sem þeir fá upplýsingar um við störf nefndarinnar.

Miðað er við að nefndin ljúki störfum eigi síðar en 31. mars á næsta ári.


Tengdar fréttir

Samþykktu að ráðast í úttekt á vöggustofum

Borgarráð samþykkti í dag að setja á stofn þriggja manna sérfræðinganefnd til að ráðast í heildstæða athugun á starfsemi Vöggustofunnar að Hlíðarenda og Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins sem reknar voru í Reykjavík á síðustu öld.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×