Vilja að borgin rannsaki starfsemi vöggustofa Kjartan Kjartansson skrifar 5. júlí 2021 14:55 Skjáskot af blaðamynd af svefnherbergi vöggustofu i Reykjavík sem mennirnir fimm sendu fjölmiðlum í dag. Skjáskot Fimm karlmenn sem voru vistaðir á vöggustofum sem reknar voru á vegum Reykjavíkurborgar á síðustu öld krefjast þess að borgaryfirvöld rannsaki starfsemi þeirra og afleiðingar hennar á börn. Þeir segja að vistunin á vöggustofunum hafi valdið þeim og fjölskyldum þeirra skaða. Þeir Árni H. Kristjánsson, Fjölnir Geir Bragason, Hrafn Jökulsson, Tómas V. Albertsson og Viðar Eggertson krefjast þess að borgin skipi teymi sérfræðinga til að rannsaka starfsemi Vöggustofunnar að Hlíðarenda og Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins sem Reykjavíkurborg rak og bar ábyrgð á. Í bréfi sem þeir hafa sent borgarstjórn vísa þeir til dr. Sigurjóns Björnssonar, fyrrverandi borgarfulltrúa Alþýðubandalagsins og forstöðumaður sálfræðideildar borgarinnar, sem hafi sýnt fram á að skaði barna sem voru vistuð þar hafi oft verið varanlegur vegna „rofs á tilfinningalegum þroska þeirra“. Þeir segja að dæmi séu um að fóstur og ættleiðingar barna frá vöggustofunum hafi verið á vafasömum forsendum og það hafi verið á almannavitorði að þangað skyldu barnlaus hjón leita eftir börnum. Mæður barna á vöggustofunum hafi yfirleitt verið í erfiðri félagslegri stöðu, þar á meðal ungar og einstæðar mæður eða einfaldlega fátækar. Þær hafi átt það sammerkt að eiga veikt bakland og því hafi þær brotnað undan þrýstingi félagsmálayfirvalda og afsalað sér börnum sínum. Vilja fimmmenningarnir, sem funda með Degi B. Eggertssyni borgarstjóra á miðvikudag, að sérfræðiteymið skoði af hverju „mannskemmandi“ uppeldisstefna hafi orðið fyrir valinu og hafi áfram verið við lýði eftir að skaðsemi hennar var ljós. Fyrirsögn úr Þjóðviljanum um vöggustofu að Hlíðarenda frá 3. mars árið 1967.Skjáskot „Kanna þarf hversu mörg börn voru vistuð á vöggustofunum á starfstíma þeirra; hvernig þeim heilsaðist eftir vistina og hvernig þeim gekk að fóta sig í lífinu,“ segir í bréfinu. Nú þegar liggi fyrir framburður skjólstæðinga vöggustofanna um slæma andlega heilsu og erfiðleika á lífsleiðinni. „Það er mikilvægt fyrir eftirlifandi börn að viðurkennt sé að vistun þeirra á vöggustofum borgarinnar olli þeim tjóni. Einnig er brýnt að rannsaka hvernig börnunum var ráðstafað í fóstur eða til ættleiðingar, forsendur, fjölda þeirra og afdrif,“ segir í béfinu. Reykjavík Börn og uppeldi Vöggustofur í Reykjavík Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Sjá meira
Þeir Árni H. Kristjánsson, Fjölnir Geir Bragason, Hrafn Jökulsson, Tómas V. Albertsson og Viðar Eggertson krefjast þess að borgin skipi teymi sérfræðinga til að rannsaka starfsemi Vöggustofunnar að Hlíðarenda og Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins sem Reykjavíkurborg rak og bar ábyrgð á. Í bréfi sem þeir hafa sent borgarstjórn vísa þeir til dr. Sigurjóns Björnssonar, fyrrverandi borgarfulltrúa Alþýðubandalagsins og forstöðumaður sálfræðideildar borgarinnar, sem hafi sýnt fram á að skaði barna sem voru vistuð þar hafi oft verið varanlegur vegna „rofs á tilfinningalegum þroska þeirra“. Þeir segja að dæmi séu um að fóstur og ættleiðingar barna frá vöggustofunum hafi verið á vafasömum forsendum og það hafi verið á almannavitorði að þangað skyldu barnlaus hjón leita eftir börnum. Mæður barna á vöggustofunum hafi yfirleitt verið í erfiðri félagslegri stöðu, þar á meðal ungar og einstæðar mæður eða einfaldlega fátækar. Þær hafi átt það sammerkt að eiga veikt bakland og því hafi þær brotnað undan þrýstingi félagsmálayfirvalda og afsalað sér börnum sínum. Vilja fimmmenningarnir, sem funda með Degi B. Eggertssyni borgarstjóra á miðvikudag, að sérfræðiteymið skoði af hverju „mannskemmandi“ uppeldisstefna hafi orðið fyrir valinu og hafi áfram verið við lýði eftir að skaðsemi hennar var ljós. Fyrirsögn úr Þjóðviljanum um vöggustofu að Hlíðarenda frá 3. mars árið 1967.Skjáskot „Kanna þarf hversu mörg börn voru vistuð á vöggustofunum á starfstíma þeirra; hvernig þeim heilsaðist eftir vistina og hvernig þeim gekk að fóta sig í lífinu,“ segir í bréfinu. Nú þegar liggi fyrir framburður skjólstæðinga vöggustofanna um slæma andlega heilsu og erfiðleika á lífsleiðinni. „Það er mikilvægt fyrir eftirlifandi börn að viðurkennt sé að vistun þeirra á vöggustofum borgarinnar olli þeim tjóni. Einnig er brýnt að rannsaka hvernig börnunum var ráðstafað í fóstur eða til ættleiðingar, forsendur, fjölda þeirra og afdrif,“ segir í béfinu.
Reykjavík Börn og uppeldi Vöggustofur í Reykjavík Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Sjá meira