Innlent

Samþykktu að ráðast í úttekt á vöggustofum

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Skjáskot af blaðamynd af svefnherbergi vöggustofu i Reykjavík.
Skjáskot af blaðamynd af svefnherbergi vöggustofu i Reykjavík. Skjáskot

Borgarráð samþykkti í dag að setja á stofn þriggja manna sérfræðinganefnd til að ráðast í heildstæða athugun á starfsemi Vöggustofunnar að Hlíðarenda og Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins sem reknar voru í Reykjavík á síðustu öld.

Síðasta sumar fóru fimm karlmenn, sem höfðu dvalið á umræddum vöggustofum, þess á leit við borgarstjórn að hún rannsakaði starfsemi vöggustofanna og þær afleiðingar sem hún hafði á þau börn sem voru vistuð þar.

Mennirnir fimm sögðu að vistin hefði valdið þeim og fjölskyldum þeirra skaða.

Á meðal markmiða athugunarinnar er að staðreyna hvort og þá í hvaða mæli börn hafi sætt illri meðferð á meðan á dvöl þeirra stóð. Þá mun það koma í hlut nefndarinnar að lýsa hvernig eftirliti Reykjavíkurborgar og ríkisins með vöggustofunum var háttað.


Tengdar fréttir

Vilja að borgin rannsaki starfsemi vöggustofa

Fimm karlmenn sem voru vistaðir á vöggustofum sem reknar voru á vegum Reykjavíkurborgar á síðustu öld krefjast þess að borgaryfirvöld rannsaki starfsemi þeirra og afleiðingar hennar á börn. Þeir segja að vistunin á vöggustofunum hafi valdið þeim og fjölskyldum þeirra skaða.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×