Óvissa um hjólhýsasvæðið í Laugardal sé kvíðavaldandi Árni Sæberg skrifar 21. júlí 2022 13:10 Sanna Magdalena borgarfulltrúi Sósíalista segi mikilvægt að hjólhýsasvæðið í Laugardal verði skipulagt sem fyrst. Vísir/Vilhelm/Arnar Tólf manns hafa kosið að búa í hjólhýsabyggðinni í Laugardal. Mikil óvissa ríkir um framtíð svæðisins þar sem einungis eru gerðir skammtímaleigusamningar við íbúa og til stendur að loka svæðinu. Borgarfulltrúi segir óvissuna valda íbúum kvíða. Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, segir gott samfélag hafa myndast í Laugardalnum þar sem tólf búa í hjólhýsum eða húsbýlum allan ársins hring. Hún ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Þau hafa kosið að þessa búsetu og vilja vera í þessu búsetuformi og eru einmitt að ítreka það að það verði fundin langtímalausn til þess að það sé ekki þessi óvissa um framtíðina,“ segir Sanna Magdalena. Fyrirkomulagið undanfarin ár hafi verið þannig að leigusamningar hafa verið gerðir við íbúa með skamman gildistíma. „Þetta er alltaf gríðarlega mikil óvissa, að vita ekki hvort þú getir verið með heimili þitt þarna til lengdar. Af því þetta er náttúrulega heimili fólks,“ segir Sanna Magdalena. Lengi talað um að finna þurfi langtímalausn Sanna Magdalena segir að lengi hafi verið talað um að finna þurfi varanlega lausn, í því samhengi hafi verið talað um Laugardalinn en einnig önnur svæði. „En svo einhvern veginn gerist ekki neitt. Það er svona mikið verið að tala og verið að funda og verið að tala um að þurfi að finna langtímalausn en svo kemur ekki lausn,“ segir hún. Hún segir að hún upplifi vandamálið sem svo að svið borgarinnar tali ekki saman sem og að borgaryfirvöld hafi talið í gegnum tíðina að um tímabundið búsetuúrræði væri að ræða. Því þyrfti ekki að finna langtímalausn. „Það þarf náttúrulega að skipuleggja þetta,“ segir Sanna Magdalena. Kostnaður upp á sextíu til eitt hundrað milljónir króna Sanna Magdalena segir Sósíalista hafa sent fyrirspurn um hvernig gangi að skipuleggja svæðið til langs tíma eða jafnvel finna hjólhýsunum varanlegan stað annars staðar. Í svari borgarinnar hafi komið fram að kostnaður myndi hlaupa á sextíu til hundrað milljónum króna. Huga þyrfti að umhverfi og innviðum. „Þannig að þetta er ekkert mál, það þarf bara að framkvæma,“ segir hún. Íbúar á svæðinu greiða leigu fyrir að nota stæðin og aðstöðu sem þar er að finna. Leigan hefur verið á bilinu þrjátíu til 45 þúsund krónur á mánuði. Íbúar vilja ekki færa sig Íbúar sem Sanna Magdalena hefur rætt við segja að Laugardalurinn henti vel fyrir hjólhýsabyggðina, þar sé stutt í þjónustu og samgöngur góðar. Aðrar staðsetningar gætu hentað íbúum en þeir leggji áherslu á að byggðin sé í nálægð við þjónustu. „Það gengur náttúrulega alls ekki að þetta sé ekki nálægt samgöngum, að þetta sé í margra kílómetra fjarlægð frá þjónustu af því það geta ekki allir verið lengst í burtu. Það er það sem íbúarnir leggja áherslu á,“ segir hún. Þá leggja íbúar einnig áherslu á að óvissu um framtíð svæðisins ljúki og það verði skipulagt sem íbúðarsvæði svo þeir geti skráð lögheimili sín þar. „Af því þú getur ekki gert það núna, þú færð ekki póst,“ segir Sanna Magdalena. Reykjavík Sósíalistaflokkurinn Tjaldsvæði Borgarstjórn Tengdar fréttir Vill frekar tjaldsvæðið en að fara í Víðines Fimm íbúar á tjaldsvæðinu í Laugardal hafa lýst áhuga á að flytja í húsnæði Reykjavíkurborgar í Víðinesi. Hugsað sem tímabundið úrræði. "Ég þarf varanlegt húsnæði,“ segir einn íbúanna sem ætlar að vera áfram í Laugardal. 16. desember 2017 07:00 Einungis þrír íbúar á tjaldsvæðinu kváðust þiggja tilboð um leiguherbergi Flestir dvelja á tjaldsvæðinu í Laugardal vegna erfiðra aðstæðna á leigumarkaði. 9. desember 2017 09:55 Íbúum tjaldsvæðsins hrollkalt í rafmagnsleysi Rafmagn fór af tjaldsvæðinu í Laugardal um miðnætti og var ekki komið á aftur á sjöunda tímanum í morgun. 8. desember 2017 07:30 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira
Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, segir gott samfélag hafa myndast í Laugardalnum þar sem tólf búa í hjólhýsum eða húsbýlum allan ársins hring. Hún ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Þau hafa kosið að þessa búsetu og vilja vera í þessu búsetuformi og eru einmitt að ítreka það að það verði fundin langtímalausn til þess að það sé ekki þessi óvissa um framtíðina,“ segir Sanna Magdalena. Fyrirkomulagið undanfarin ár hafi verið þannig að leigusamningar hafa verið gerðir við íbúa með skamman gildistíma. „Þetta er alltaf gríðarlega mikil óvissa, að vita ekki hvort þú getir verið með heimili þitt þarna til lengdar. Af því þetta er náttúrulega heimili fólks,“ segir Sanna Magdalena. Lengi talað um að finna þurfi langtímalausn Sanna Magdalena segir að lengi hafi verið talað um að finna þurfi varanlega lausn, í því samhengi hafi verið talað um Laugardalinn en einnig önnur svæði. „En svo einhvern veginn gerist ekki neitt. Það er svona mikið verið að tala og verið að funda og verið að tala um að þurfi að finna langtímalausn en svo kemur ekki lausn,“ segir hún. Hún segir að hún upplifi vandamálið sem svo að svið borgarinnar tali ekki saman sem og að borgaryfirvöld hafi talið í gegnum tíðina að um tímabundið búsetuúrræði væri að ræða. Því þyrfti ekki að finna langtímalausn. „Það þarf náttúrulega að skipuleggja þetta,“ segir Sanna Magdalena. Kostnaður upp á sextíu til eitt hundrað milljónir króna Sanna Magdalena segir Sósíalista hafa sent fyrirspurn um hvernig gangi að skipuleggja svæðið til langs tíma eða jafnvel finna hjólhýsunum varanlegan stað annars staðar. Í svari borgarinnar hafi komið fram að kostnaður myndi hlaupa á sextíu til hundrað milljónum króna. Huga þyrfti að umhverfi og innviðum. „Þannig að þetta er ekkert mál, það þarf bara að framkvæma,“ segir hún. Íbúar á svæðinu greiða leigu fyrir að nota stæðin og aðstöðu sem þar er að finna. Leigan hefur verið á bilinu þrjátíu til 45 þúsund krónur á mánuði. Íbúar vilja ekki færa sig Íbúar sem Sanna Magdalena hefur rætt við segja að Laugardalurinn henti vel fyrir hjólhýsabyggðina, þar sé stutt í þjónustu og samgöngur góðar. Aðrar staðsetningar gætu hentað íbúum en þeir leggji áherslu á að byggðin sé í nálægð við þjónustu. „Það gengur náttúrulega alls ekki að þetta sé ekki nálægt samgöngum, að þetta sé í margra kílómetra fjarlægð frá þjónustu af því það geta ekki allir verið lengst í burtu. Það er það sem íbúarnir leggja áherslu á,“ segir hún. Þá leggja íbúar einnig áherslu á að óvissu um framtíð svæðisins ljúki og það verði skipulagt sem íbúðarsvæði svo þeir geti skráð lögheimili sín þar. „Af því þú getur ekki gert það núna, þú færð ekki póst,“ segir Sanna Magdalena.
Reykjavík Sósíalistaflokkurinn Tjaldsvæði Borgarstjórn Tengdar fréttir Vill frekar tjaldsvæðið en að fara í Víðines Fimm íbúar á tjaldsvæðinu í Laugardal hafa lýst áhuga á að flytja í húsnæði Reykjavíkurborgar í Víðinesi. Hugsað sem tímabundið úrræði. "Ég þarf varanlegt húsnæði,“ segir einn íbúanna sem ætlar að vera áfram í Laugardal. 16. desember 2017 07:00 Einungis þrír íbúar á tjaldsvæðinu kváðust þiggja tilboð um leiguherbergi Flestir dvelja á tjaldsvæðinu í Laugardal vegna erfiðra aðstæðna á leigumarkaði. 9. desember 2017 09:55 Íbúum tjaldsvæðsins hrollkalt í rafmagnsleysi Rafmagn fór af tjaldsvæðinu í Laugardal um miðnætti og var ekki komið á aftur á sjöunda tímanum í morgun. 8. desember 2017 07:30 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira
Vill frekar tjaldsvæðið en að fara í Víðines Fimm íbúar á tjaldsvæðinu í Laugardal hafa lýst áhuga á að flytja í húsnæði Reykjavíkurborgar í Víðinesi. Hugsað sem tímabundið úrræði. "Ég þarf varanlegt húsnæði,“ segir einn íbúanna sem ætlar að vera áfram í Laugardal. 16. desember 2017 07:00
Einungis þrír íbúar á tjaldsvæðinu kváðust þiggja tilboð um leiguherbergi Flestir dvelja á tjaldsvæðinu í Laugardal vegna erfiðra aðstæðna á leigumarkaði. 9. desember 2017 09:55
Íbúum tjaldsvæðsins hrollkalt í rafmagnsleysi Rafmagn fór af tjaldsvæðinu í Laugardal um miðnætti og var ekki komið á aftur á sjöunda tímanum í morgun. 8. desember 2017 07:30