Ísland aftur fyrsta flokks í baráttunni gegn mansali Árni Sæberg skrifar 21. júlí 2022 09:02 Erlendir verkamenn í byggingariðnaði eiga einna helst í hættu að verða fórnarlömb mansals. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Vilhelm Ísland er aftur komið í fyrsta flokk í skýrslu bandaríska utanríkisráðuneytisins um varnir gegn mansali. Ísland hafði verið flokkað annars flokks frá árinu 2017. Meðal þess sem kom landinu upp í fyrsta flokk var mansalsdómur sem féll í ár, sá fyrsti í rúman áratug. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna tekur á hverju ári saman skýrslu um frammistöðu flestra landa heimsins þegar kemur að vörnum gegn mansali. Ísland hafði verið flokkað meðal þeirra landa sem standa sig best frá því að skýrslan kom fyrst út árið 2001 en féll í annan flokk árið 2017. Í skýrslu ársins segir að hérlend yfirvöld mæti öllum lágmarkskröfum þegar kemur að vörnum gegn mansali. Þau hafi stórbætt það hvernig tekið er á mansalsmálum og sérstaklega er tekið fram að hér hafi verið sakfellt í mansalsmáli í fyrsta skipti í heil tólf ár. Héraðsdómur Reykjaness dæmdi konu í fjögurra ára fangelsi fyrir mansal með því að hafa neytt þrjú stjúpbörn sín til nauðungarvinnu, í apríl þessa árs. Þá hafi kennsl verið borin á fleiri fórnarlömb mansals og þeim komið til hjálpar en á árum áður, komið hafi verið upp nýju úrræði fyrir fórnarlömb kynbundins ofbeldis, þar á meðal mansals, og lögreglan hafi komið á fót nefnd sem vinnur með erlendum stofnunum sem berjast gegn mansali. Margt sem mætti betur fara Þrátt fyrir að Ísland sé komið í fyrsta flokk eru þó enn ýmis atriði sem betur mættu fara, að mati utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna. Ráðuneytið mælir helst með því að ákæruvaldið beiti mansalsákvæði hegningarlaga í meiri mæli í stað þess að ákæra fyrir smygl. Þá mætti stórauka tíðni þess að fólk grunað um mansal sé látið svara til saka. Loks segir að stjórnvöld ættu að gera gagnskör í því að bera kennsl á möguleg fórnarlömb forvirkt og koma þeim fyrr til aðstoðar. Vinnumansal algengast Í skýrslunni segir að yfirvölda hafi borið kennsl á 46 möguleg fórnarlömb mansals hér á landi. Þau voru flest fullorðin og frá útlöndum, fimm þeirra voru þó undir fimmtán ára aldri. Þá segir að vinnumansal sé algengasta form mansals hér á landi þar sem erlendir farandverkamenn í bygginga-, ferða-, og veitingageirunum séu í mestri hættu á að lenda í mansali. Þó sjáist einnig aukning í kynlífsmansali þar sem skipulögð glæpasamtök selja konur frá Afríku, Austur-Evrópu, Balkanskaga og Suður-Ameríku í kynlífsvinnu. Skýrslu utanríkisráðherra Bandaríkjanna má lesa hér. Hún ætti að duga sem lesefni helgarinnar en hún er heilar 634 blaðsíður. Umjöllun um Íslands hefst á blaðsíðu númer 276. Bandaríkin Mest lesið Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Ráðist á pilt á heimleið Innlent Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Erlent Fleiri fréttir Stjórnvöld eigi að sjá sóma sinn í að greiða allan kostnað Ráðning ráðgjafafyrirtækja skekki myndina milli stjórnar og stjórnarandstöðu „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Sjá meira
Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna tekur á hverju ári saman skýrslu um frammistöðu flestra landa heimsins þegar kemur að vörnum gegn mansali. Ísland hafði verið flokkað meðal þeirra landa sem standa sig best frá því að skýrslan kom fyrst út árið 2001 en féll í annan flokk árið 2017. Í skýrslu ársins segir að hérlend yfirvöld mæti öllum lágmarkskröfum þegar kemur að vörnum gegn mansali. Þau hafi stórbætt það hvernig tekið er á mansalsmálum og sérstaklega er tekið fram að hér hafi verið sakfellt í mansalsmáli í fyrsta skipti í heil tólf ár. Héraðsdómur Reykjaness dæmdi konu í fjögurra ára fangelsi fyrir mansal með því að hafa neytt þrjú stjúpbörn sín til nauðungarvinnu, í apríl þessa árs. Þá hafi kennsl verið borin á fleiri fórnarlömb mansals og þeim komið til hjálpar en á árum áður, komið hafi verið upp nýju úrræði fyrir fórnarlömb kynbundins ofbeldis, þar á meðal mansals, og lögreglan hafi komið á fót nefnd sem vinnur með erlendum stofnunum sem berjast gegn mansali. Margt sem mætti betur fara Þrátt fyrir að Ísland sé komið í fyrsta flokk eru þó enn ýmis atriði sem betur mættu fara, að mati utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna. Ráðuneytið mælir helst með því að ákæruvaldið beiti mansalsákvæði hegningarlaga í meiri mæli í stað þess að ákæra fyrir smygl. Þá mætti stórauka tíðni þess að fólk grunað um mansal sé látið svara til saka. Loks segir að stjórnvöld ættu að gera gagnskör í því að bera kennsl á möguleg fórnarlömb forvirkt og koma þeim fyrr til aðstoðar. Vinnumansal algengast Í skýrslunni segir að yfirvölda hafi borið kennsl á 46 möguleg fórnarlömb mansals hér á landi. Þau voru flest fullorðin og frá útlöndum, fimm þeirra voru þó undir fimmtán ára aldri. Þá segir að vinnumansal sé algengasta form mansals hér á landi þar sem erlendir farandverkamenn í bygginga-, ferða-, og veitingageirunum séu í mestri hættu á að lenda í mansali. Þó sjáist einnig aukning í kynlífsmansali þar sem skipulögð glæpasamtök selja konur frá Afríku, Austur-Evrópu, Balkanskaga og Suður-Ameríku í kynlífsvinnu. Skýrslu utanríkisráðherra Bandaríkjanna má lesa hér. Hún ætti að duga sem lesefni helgarinnar en hún er heilar 634 blaðsíður. Umjöllun um Íslands hefst á blaðsíðu númer 276.
Bandaríkin Mest lesið Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Ráðist á pilt á heimleið Innlent Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Erlent Fleiri fréttir Stjórnvöld eigi að sjá sóma sinn í að greiða allan kostnað Ráðning ráðgjafafyrirtækja skekki myndina milli stjórnar og stjórnarandstöðu „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Sjá meira