Fótbolti

Alfons og félagar þurfa að gera betur í seinni leiknum

Hjörvar Ólafsson skrifar
Alfons Sampsted reynir hér skot að marki Linfield fyrir Bodø/Glimt í kvöld. 
Alfons Sampsted reynir hér skot að marki Linfield fyrir Bodø/Glimt í kvöld.  Vísir/Getty

Alfons Sampsted spilaði allan leikinn í hægri bakvarðarstöðunni fyrir lið sitt Bodø/Glimt þegar liðið laut í lægra haldi fyrir norður-írska liðinu Linfield í kvöld.  

Um var að ræða fyrri leik liðanna í annarri umferð í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta karla.

Lokatölur í leiknum sem fram fór á Windsor Park í Belfast urðu 1-0 Linfield í vil en það var Kirk Millar sem skoraði sigurmark heimamanna. 

Liðin muna eigast við á nýjan leik eftir slétta viku á Aspmyra Stadion í Bodø í Noregi. 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.