Innlent

Úkraínumönnum hér á landi fjölgaði um 490 prósent

Samúel Karl Ólason skrifar
Fólk í miðbæ Reykjavíkur.
Fólk í miðbæ Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm

Erlendir ríkisborgarar með búsetu hér á landi voru 59.105 þann 1. júlí. Þeim hafði fjölgað um 4.126 frá 1. desember en sú fjölgun samsvarar 7,5 prósentum.

Þetta kemur fram á vef Þjóðskrár Íslands en þar segir að úkraínskum ríkisborgurum hér á landi hafi fjölgað um 490 prósent á áðurnefndu tímabili. Þann 1. júlí voru 1.410 Úkraínumenn skráðir í þjóðskrá.

Fólki frá Venesúela hefur einnig fjölgað töluvert eða um 57 prósent. Þau eru nú 696 frá Venesúela sem búa hér á landi.

Stærsti hópur erlendra ríkisborgara hér á landi er myndaður af Pólverjum. Þeir eru alls 22.020 talsins hér á landi og hefur fjölgað um 568 einstaklinga frá því í desember. Pólverjar eru um 5,8 prósent allra landsmanna.

Þá hefur rúmenskum ríkisborgurum fjölgað um 407 á tímabilinu eða um 14,8 prósent.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×